Ársreikningar 8.105 fyrirtækja hafa skilað sér fyrir árið 2018. Skilafrestur ársreikninga er til 31. ágúst næstkomandi.

Alls hafa 8.105 ársreikningar borist fyrir reikningsárið 2018 eða um 23% allra þeirra fyrirtækja sem skiluðu ársreikningi árið á undan. Af þessum fyrirtækjum eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins enda eiga þessi 8.105 félög um 46% af heildareignum og öfluðu 51% af heildartekjum allra fyrirtækja fyrir reikningsárið 2017.

Skil á ársreikningum fyrir reiknisárið 2018

Líkt og sést á myndinni hér fyrir ofan aukast skilin jafnt og þétt á milli mánaða. Mesta aukningin á sér stað á milli apríl og maí á þessu ári en miðað við hvernig skilin hafa þróast síðustu ár þá er útlit fyrir að flestir reikningar skili sér í ágúst og september. Samkvæmt lögum um ársreikninga ber félögum að skila ársreikningi eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Þar sem flest félög hafa uppgjörstímabil frá janúar til desember er skilafresturinn í flestum tilvikum 31. ágúst á hverju ári.

Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig ársreikningum fyrir almanaksárið 2017 var skilað á síðasta ári. Þar sést glögglega að þróun skilanna var með svipuðum hætti á fyrstu sex mánuðum ársins 2018 og í ár. Í september árið 2018 var búið að skila 95% allra ársreikninga fyrir reikningsárið 2017.

Skil á ársreikningum fyrir reiknisárið 2017

Creditinfo býður öllum aðgang að stærsta gagnagrunni fyrirtækjaupplýsinga á Íslandi án áskriftar. Hægt er að sækja nýja og gamla ársreikninga, upplýsingar um lánshæfi fyrirtækja, upplýsingar um endanlegt eignarhald og ýmislegt fleira með því að smella hér.

Sýnishorn úr ársreikningi af creditinfo.is