Tilkynningarskyldir aðilar hafa þurft að bregðast hratt við nýjum veruleika til að uppfylla skyldur vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hafa þeir m.a. þurft að afla viðunandi upplýsinga um raunverulega eigendur fyrirtækja, sanna deili á forsvarsmönnum þeirra, athuga stjórnmálaleg tengsl og kanna stöðu þeirra gagnvart alþjóðlegum þvingunarlistum.

Slík upplýsingaöflun krefst mikillar nákvæmni, tíma og utanumhalds og því er mikilvægt að hafa öflugar gagnalindir og skilvirk kerfi til að styðja við slíka gagnaöflun.

Creditinfo hefur aðstoðað fjölmarga tilkynningarskylda aðila við gagnaöflun þegar kemur að framkvæmd áreiðanleikakannana. Til að koma enn betur til móts við þarfir okkar viðskiptavina höfum við útbúið sérstakt viðmót við framkvæmd áreiðanleikakannana sem gerir tilkynningarskyldum aðilum kleift að senda könnun og nálgast nauðsynlegar upplýsingar um viðskiptamenn sína til að uppfylla skyldur þeirra vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Allt á einum stað

Með Áreiðanleikakönnun Creditinfo er nú hægt að framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptamönnum og halda utan um þær á einum stað. Áreiðanleikakönnun Creditinfo sækir upplýsingar um gildandi skráningu fyrirtækja, raunverulega eigendur þeirra, stjórnmálaleg tengsl einstaklinga, stöðu þeirra gagnvart alþjóðlegum þvingunarlistum ásamt rafrænum skilríkjum viðkomandi.

Uppfyllir lagakröfur

Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 skulu tilkynningarskyldir aðilar kanna áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína með því að afla fullnægjandi upplýsinga um viðskiptamann og þau viðskipti sem fara fram á samningstímanum, grípa til réttmætra ráðstafana til að sannreyna upplýsingarnar, leggja mat á tilgang og eðli fyrirhugaðra viðskipta, staðfesta uppruna þeirra fjármuna sem notaðir eru í viðskiptunum, kanna stjórnmálaleg tengsl viðskiptamanns eða raunverulegs eigenda, viðhafa reglubundið eftirlit með samningssambandinu og uppfæra upplýsingar um viðskiptamenn reglulega og afla frekari upplýsinga í samræmi við lögin eftir því sem þörf krefur. Tilkynningarskyldir aðilar skulu þá einnig varðveita framangreind gögn og upplýsingar, þar á meðal upplýsingar sem hefur verið aflað með rafrænum hætti, að lágmarki í fimm ár frá því að samningssambandi lýkur eða einstök viðskipti hafa átt sér stað.  Erfitt getur reynst að halda utan um upplýsingar um viðskiptamenn með kerfisbundnum hætti þar sem gagnaöflun og eftirlit með þeim upplýsingum er tímafrek og flókin. Áreiðanleikakönnun Creditinfo einfaldar þetta ferli til muna þar sem nauðsynlegar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað með einföldum hætti.

Hvernig virkar Áreiðanleikakönnun Creditinfo?

Þegar lögaðili kemur í viðskipti er hægt að slá inn nafn eða kennitölu fyrirtækisins í leitarglugga til að framkvæma áreiðanleikakönnun. Flett er upp í gildandi skráningu fyrirtækis sem inniheldur upplýsingar um framkvæmdastjóra, stjórnarmenn og prókúruhafa ásamt raunverulegum eigendum. Hægt er að kanna stjórnmálaleg tengsl (e. PEP) allra þessara einstaklinga auk stöðu þeirra gagnvart alþjóðlegum þvingunar- og válistum (e. Sanctions og watchlist). Einnig er hægt að senda áreiðanleikakönnun á þessa einstaklinga og fá fullgilda rafræna undirritun þeirra.

Til að tryggja góða yfirsýn og varðveislu upplýsinga er hægt að sjá yfirlit þeirra kannana sem sendar hafa verið til forsvarsmanna fyrirtækja ásamt stöðunni á rafrænni undirritun þeirra. Hægt er að sækja pdf eintak af undirrituninni og endursenda könnun hafi henni ekki verið svarað. Undir „nánari gögn“ má sjá niðurstöður úr uppflettingum um stjórnmálaleg tengsl (PEP) og uppflettingum í erlendum gagnagrunnum. Einnig er mögulegt að vista önnur frekari gögn um viðkomandi aðila á sama stað.


Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á Áreiðanleikakönnun Creditinfo