Áskrifendum Creditinfo býðst nú að sækja allar helstu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma áreiðanleikakönnun um viðskiptavini á þjónustuvef Creditinfo.

Tilkynningaskyldir aðilar geta sótt upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga (PEP) inn á þjónustuvef Creditinfo eða í gegnum vefþjónustu. Því til viðbótar er hægt að sækja sérsniðna skýrslu sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar um fyrirtæki svo hægt sé að framkvæma áreiðanleikakönnun.

Til tilkynningaskyldra aðila flokkast m.a.

 • Fjármálafyrirtæki
 • Tryggingafélög
 • Lífeyrissjóðir
 • Endurskoðendaskrifstofur
 • Lögmannsstofur
 • Fasteignasölur
 • Bifreiðasölur
 • Leigumiðlarar
 • Listmunasalar
 • O.fl.

Nánari útlistun á því hvaða aðilar eru skilgreindir sem tilkynningaskyldir aðilar samkvæmt lögum um peningaþvætti er að finna í 2. gr. laga um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Stjórnmálaleg tengsl (PEP)

Samkvæmt 17. gr. peningaþvættislaga verða tilkynningarskyldir aðilar hafa „viðeigandi kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort viðskiptamaður hans, eða raunverulegur eigandi viðskiptamanns, sé í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla“. Í gagnagrunni Creditinfo um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga (PEP) er með einföldum hætti hægt að sannreyna hvort einstaklingar hafi stjórnmálaleg tengsl svo hægt sé að flýta fyrir afgreiðslu viðskiptavina.

PEP gagnagrunnur Creditinfo er unninn í samráði með Persónuvernd og fá allir einstaklingar í grunninum tilkynningu um skráninguna. Þar að auki geta einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl séð upplýsingar um skráninguna á Mitt Creditinfo, uppfært skráninguna og bætt við tengslum við fjölskyldu og nána samstarfsmenn ef þau vantar. Þegar einstaklingi er flett upp í PEP gagnagrunni Creditinfo fæst strax staðfesting á því hvort viðkomandi einstaklingur telst vera í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Ef slík tengsl eru til staðar eru þau rakin sérstaklega.

Einstaklingar sem teljast hafa stjórnmálaleg tengsl er tilkynnt með bréfi þegar nafn þeirra er skráð í grunninn. Þeir geta svo nálgast sínar upplýsingar inná þjónustuvefnum mitt.creditinfo.is og staðfest þær eða uppfært.

Upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl aðila eru aðgengilegar á þjónustuvef Creditinfo eða í gegnum vefþjónustu. Hægt er því með einföldum hætti að tengja uppflettingar í PEP gagnagrunn Creditinfo inn í eigin viðskiptakerfi til að tryggja góða og skjóta þjónustu við viðskiptavini í upphafi viðskiptasambands. Hægt er að kynna sér nánari upplýsingar um grunninn og verð á creditinfo.is.

Áreiðanleikakönnun

Samkvæmt lögum nr 140 um peningaþvætti er tilkynningaskyldum aðilum einnig skylt að framkvæma áreiðanleikakönnun til að kanna hvaða áhætta á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hver viðskiptamaður ber með sér.  Í skýrslu Creditinfo um áreiðanleikakönnun er hægt að afla eftirfarandi upplýsinga á einum stað:

 • Grunnskráningu og ítarlega skráningu fyrir félag úr fyrirtækjaskrá sem inniheldur m.a. tilgang félagsins
 • Gildandi skráningu félagsins með upplýsingum um framkvæmdastjórn og stjórn endanlega eigendur
 • Upplýsingar um endanlega eigendur félagsins
 • Upplýsingar um raunverulega eigendur samkvæmt fyrirtækjaskrá
 • Stjórnmálaleg tengsl stjórnar – PEP (fyrir tilkynningarskylda aðila)
 • Möguleika á að sækja eign lögaðila í félögum

Sýnidæmi: Skýrsla um áreiðanleikakönnun

Vöktun

Tilkynningaskyldum aðilum er ekki einungis skylt að framkvæma áreiðanleikakönnun við upphaf viðskiptasambands heldur er lögð krafa á að vakta upplýsingar um viðskiptavini á meðan viðskiptasambandi stendur. Auðvelt er að vakta breytingar á högum viðskiptavina eins og t.d. breytingar á stjórn og eignarhaldi á þjónustuvef Creditinfo.

Tilkynningar úr vöktuninni berast án viðbótargjalds til viðskiptavina í gegnum tölvupóst og á þjónustuvef og engin takmörk eru fyrir því hversu mörg félög eru vöktuð.

Erlend félög

Ef viðskiptavinir eru erlendir er hægt að nýta sér erlendar skýrslur hjá Creditinfo til að afla upplýsinga við framkvæmd áreiðanleikakannana. Hægt er að kanna upplýsingar um fyrirtæki frá völdum löndum beint úr þjónustuvef eða með því að hafa samband við Creditinfo.

Sýnisdæmi: Erlend skýrsla


Hafðu samband ef þú vilt fá nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Creditinfo sem auðvelda áreiðanleikakönnun (KYC) viðskiptavina.

Ein athugasemd á “Áreiðanleikakönnun viðskiptavina á einum stað

Lokað er fyrir athugasemdir.