Eignarhald fyrirtækja getur verið flókið. Margir einstaklingar geta haldið utan um hlut í fyrirtæki í gegnum fjölda annarra fyrirtækja og þegar þessi tengsl breytast er ekki auðvelt að rekja tengslin aftur.

Hjá Creditinfo er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um eigendur íslenskra fyrirtækja og tengsl þeirra. Upplýsingarnar eru öllum aðgengilegar á vef Creditinfo og áskrifendur Credintinfo geta nálgast þær á þjónustuvef. Á meðal þeirra upplýsinga sem standa til boða eru upplýsingar um Endanlega eigendur fyrirtækja. Í þeirri skýrslu er að finna upplýsingar um þá einstaklinga sem standa að baki fyrirtæki, hver hlutur þessara einstaklinga er og í gegnum hvaða fyrirtæki tengslin eru. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar úr hluthafaskrá. Sjá sýnidæmi.

Skýrslan um endanlega eigendur nýtist vel við upplýsingaöflun um núverandi og tilvonandi viðskiptavini þar sem hún gefur glögga mynd af því hverjir það eru sem raunverulega standa að baki rekstri fyrirtækja.

Raunverulegir eigendur

Samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda er lögaðilum skylt að upplýsa um raunverulega eigendur til Ríkisskattstjóra fyrir 1. mars næstkomandi. Með raunverulegum eigendum er átt við einstaklinga, einn eða fleiri, sem á í raun starfsemi eða stýrir lögaðila með beinum eða óbeinum hætti. Raunverulegur eigandi er ekki endilega skráður eigandi, hann getur átt beint eða óbeint meira en 25% hlut í lögaðilanum í gegnum eitt eða fleiri félög.

Eins og fram kemur á vef Ríkisskattstjóra þá eru skráningarskyld félög sjálf ábyrg fyrir því að afla upplýsinga um raunverulega eigendur sína. Ef vafi leikur á um hvert raunverulegt eignarhald þíns fyrirtækis er þá er hægt að styðjast við Endanlega eigendur Creditinfo til að fá skýra mynd af því hverjir raunverulegir eigendur fyrirtækisins eru. Creditinfo nálgast upplýsingar um endanlega eigendur í gegnum ársreikninga fyrirtækja og hluthafaskrá. Hægt er að uppfæra upplýsingar um eignarhald þeirra fyrirtækja sem þú hefur tengsl við í gegnum Mitt Creditinfo. Nánari upplýsingar um þín fyrirtækjatengsl.


Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.

3 athugasemdir á “Auðvelt að skrá raunverulega eigendur með hjálp Creditinfo

Lokað er fyrir athugasemdir.