Creditinfo hefur nú gert öllum kleift að fletta upp í stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi án áskriftar

„Hingað til hafa þetta bara verið fyrirtæki í reikningsviðskiptum og lánsviðskiptum sem hafa nýtt þessa vöru, en nú erum við að opna þetta fyrir alla. Þannig að einstaklingar sem eru að fara í viðskipti við fyrirtæki eða verktaka geta flett honum upp og skoðað lánshæfið,“ segir Dagný Dögg Franklínsdóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Creditinfo í viðtali við Morgunblaðið um helgina.
Tilefni viðtalsins er að Creditinfo hefur nú gert almenningi og smærri fyrirtækjum kleift að öðlast aðgengi að stærsta gagnabanka viðskiptaupplýsinga á Íslandi. Einstaklingar sem til dæmis hyggja á stórar framkvæmdir geta nú tekið upplýstari ákvarðanir um hvaða iðnaðarmenn þeir kjósa til verksins með því að fletta upp lánshæfismati þeirra á vef Creditinfo.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. febrúar 2019.