Hvernig heldur þú yfirsýn yfir stöðu og greiðslulíkur viðskiptavina í reikningsviðskiptum?
Vissir þú að þú getur vaktað breytingar sem kunna að verða hjá samstarfsaðilum og viðskiptavinum í því skyni að lágmarka afskriftir og halda reikningsviðskiptum eins góðum og kostur er? Það er nefnilega dýrt að taka illa upplýstar ákvarðanir í viðskiptum.
Fáðu yfirsýn yfir viðskiptasafnið þitt í viðskiptamannavaktinni og sjáðu upplýsingar um lánshæfismat, vanskil og greiðsluhegðun þeirra aðila sem þú átt í viðskiptum við. Það margborgar sig að taka vel upplýstar ákvarðanir.
Viðskiptamannavakt Creditinfo from Creditinfo Ísland on Vimeo.
Viðskiptamannavaktin gerir þér kleift að vakta breytingar sem kunna að verða hjá samstarfsaðilum og viðskiptavinum í því skyni að stýra betur áhættu. Þú getur ávalt séð núverandi stöðu lánshæfismats og vanskilamála á alla vaktaða viðskiptavini.
Ef þú miðlar til okkar greiðsluhegðun viðskiptavina þinna færðu betri yfirsýn yfir viðskiptasafnið þitt útfrá stöðu, greiðsluhegðun og útistandandi kröfum þeirra þér að kostnaðarlausu.