Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er tilkynningarskyldum aðilum skylt að framkvæma áreiðanleikakönnun um viðskiptavini sína. Á þeim hvílir sérstök rannsóknarskylda til að sannreyna upplýsingar um viðskiptavini. Tilkynningaskyldir aðilar þurfa m.a. að kanna með ítarlegum hætti tengsl einstaklinga við fyrirtæki og hvort viðkomandi einstaklingar hafi stjórnmálaleg tengsl.

Ferlið við að afla þessara upplýsinga getur verið flókið og tímafrekt en með aðstoð Creditinfo er hægt að létta verulega á ferlinu svo starfsfólk geti einbeitt sér að meira krefjandi verkefnum. Hér verður farið yfir þær lausnir sem standa til boða hjá Creditinfo sem auðvelda vinnu við áreiðanleikakönnun viðskiptavina.

Hlutafélagaskrá – Gildandi skráning

Samkvæmt leiðbeiningum stýrihóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skal ávallt kanna hvaða aðilar innan fyrirtækis hafa sérstaklega heimild til að koma fram fyrir hönd þess. Með því að fletta upp hlutafélagaskrá hjá Creditinfo er hægt að fá m.a. yfirlit yfir helstu helstu aðstandendur félags, tilgang þess, skráð hlutafé og hverjir skipa stjórn þess.

Sýniseintak: Hlutafélagaskrá

Endanlegir eigendur

Við framkvæmd áreiðanleikakönnunar þurfa fyrirtæki að kanna með ítarlegum hætti hverjir raunverulegir eigendur fyrirtækja eru.

Algengt er að einstaklingar eigi fyrirtæki í gegnum önnur félög. Slík tengsl geta verið flókin og því getur reynst erfitt að finna nákvæmlega hvaða einstaklingar standa á bak við félög og hversu mikinn hlut þeir eiga í þeim. Með Endanlegum eigendum er hægt að finna ítarlegar upplýsingar um þá einstaklinga sem raunverulega eiga félög og hversu stór hlutur þeirra er. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar úr hlutafélagaskrá.

Sýniseintak: Endanlegir eigendur

Skjáskot af skýrslu um Endanlega eigendur á þjónustuvef Creditinfo

Nýtt – Núna eru einnig upplýsingar um raunverulega eigendur samkvæmt RSK í skýrslunni um Endanlega eigendur. Hægt er að skoða þær upplýsingar til hliðsjónar við upplýsingar um alla eigendakeðjuna sem fæst með skýrslunni um Endanlega eigendur fyrirtækja. 

Skjáskot af skýrslu um Endanlega eigendur á þjónustuvef Creditinfo

Creditinfo býður upp á fjölbreyttar lausnir til að greina eignarhald og tengsl félaga. Hér er að finna yfirlit yfir þær skýrslur sem standa til boða um eignarhald og tengsl félaga hjá Creditinfo og í hvaða tilgangi er best að nota þær.

Vöktun

Það er ekki fullnægjandi að kanna upplýsingar um viðskiptavini einungis þegar viðskiptasamband hefst heldur er mikilvægt að halda uppi reglubundnu eftirliti með viðskiptavinum og tengslum þeirra.

Með fyrirtækjavakt Creditinfo er hægt að fylgjast með breytingum sem eiga sér stað á upplýsingum um tiltekin fyrirtæki, t.d. skil á nýjum ársreikningi, breytingar á stjórn félags eða breytingar á eignarhaldi. Slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar til að fylgjast vel með þínum viðskiptavinum. Fyrirtækjavaktin er gjaldfrjáls hluti af áskrift að kerfum Creditinfo.

Nýtt – Nú er hægt að vakta breytingar á endanlegum eigendum sem eiga meira en 25% í viðkomandi félagi.

Nánari upplýsingar um Fyrirtækjavakt Creditinfo.

Einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl (PEP) – Væntanlegt!

Creditinfo hefur hafið undirbúning á gagnagrunni sem mun innihalda upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla (e. Politically Exposed Persons – PEP) til að aðstoða fyrirtæki við að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í vinnslu upplýsinganna hefur Creditinfo samráð við Persónuvernd í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Einstaklingar sem skráðir verða í grunninn munu hafa gott aðgengi að upplýsingunum og munu fá tilkynningu um vinnslu þeirra.

Nánari upplýsingar um PEP-grunn Creditinfo.


Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.

Ein athugasemd á “Betri upplýsingar við áreiðanleikakönnun viðskiptavina

Lokað er fyrir athugasemdir.