Traustir og áreiðanlegir birgjar eru lykilatriði í góðum rekstri. Til að tryggja að allir hlekkir í rekstrinum eru sem áhættuminnstir þarf að hafa góða yfirsýn yfir rekstrarhæfi birgja. Til að öðlast þessa yfirsýn er þörf á áreiðanlegum upplýsingum og skýru verklagi .
Creditinfo hefur um nokkurt skeið framkvæmt sérhannað birgjamat á bæði erlendum og innlendum lögaðilum. Birgjamatið hjálpar stofnunum og fyrirtækjum að halda vel utan um áhættu í rekstri með greinargóðum og áreiðanlegum upplýsingum um birgja sem sóttar eru úr gagnagrunnum Creditinfo.
Framkvæmd birgjamats
Birgjamat Creditinfo er unnið þannig að í upphafi eru ákveðin mörk sett um hæfi birgja og út frá því fæst niðurstaða fyrir hvert fyrirtæki þar sem í kringum 25-30 atriði eru skoðuð. Meðal þess sem skoðað er eru grunnupplýsingar fyrirtækisins, hvort að atvinnuflokkur þess samsvari þjónustunni sem um ræðir, fjárhagsupplýsingar, fyrirsvarsmenn, lánshæfismat (nýtt og sögulegt), greiðsluhegðun, dómsmál o.fl.
Við yfirferðina er birgjum skipt í svokallaða “critical” birgja og “non-critical” birgja eftir því hvað þeir skipta miklu máli fyrir rekstur fyrirtækisins. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þær upplýsingar sem greindar eru í hvoru matinu fyrir sig:
Gögn | Critical | Non-critical |
Nafn fyrirtækis | X | X |
Kennitala | X | X |
Tegund starfsemi | X | X |
Land | X | X |
Heimilisfang | X | X |
Stofnár | X | X |
Heimasíða | X | X |
Símanúmer | X | X |
Fjöldi stjórnenda | X | X |
Fjöldi dótturfélaga | X | X |
Fjöldi hlutdeildarfélaga | X | X |
Fjöldi starfsmanna | X | X |
Viðbótarupplýsingar ef við á | X | X |
ISAT flokkur | X | X |
Eigið fé síðustu 3 ár | X | X |
Eiginfjárhlutfall síðustu 3 ár | X | X |
Tekjur síðustu 3 ár | X | X |
Hagnaður síðustu 3 ár | X | X |
Lausafjárhlutfall síðustu 3 ár | X | X |
Skammtímaskuldir síðustu 3 ár | X | X |
Sögulegt lánshæfismat | X | X |
Vanskilasaga | X | |
Greiðsluhegðun sl. 12 mánuði | X | |
Dómasaga | X | |
Neikvæð fjölmiðlaumfjöllun | X | |
Framkvæmdastjórn | X |
Samantekt á birgjamati
Eftir að birgjamat hefur verið framkvæmt er viðskiptavinum Creditinfo skilað bæði samantekt á niðurstöðum birgjamats fyrir alla birgja ásamt ítarlegum upplýsingum um hvern og einn birgja. Samantektin nýtist við að greina strax hvaða birgjasambönd bera mesta áhættu í rekstrinum.


Viðskiptavinum Creditinfo er síðan frjálst að sníða birgjamatið frekar eftir þeirra skilyrðum og þörfum. Creditinfo byggir á stærsta gagnagrunni viðskiptaupplýsinga á Íslandi auk þess sem Creditinfo hefur greiðan aðgang að gögnum um erlend fyrirtæki.
Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á birgjamati Creditinfo.