Sérsniðin fjölmiðlavöktun fyrir þína starfsemi

Fjölmiðlar flytja á hverjum degi ótal fréttir og það getur reynst of tímafrekt að reyna að skilja kjarnann frá hisminu. Þrátt fyrir það er nauðsynlegt að vera upplýst/ur um mikilvægar fréttir sem tengjast þinni starfsemi.   Fjölmiðlavaktin hefur vaktað umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum, netmiðlum og samfélagsmiðlum um árabil og er leiðandi þjónusta á sínu sviði … Lesa áfram Sérsniðin fjölmiðlavöktun fyrir þína starfsemi

Upplýsingar úr Fjölmiðlavaktinni lykilmælikvarði innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur sinnir fjölbreyttri orkuþörf heimila, fyrirtækja og stofnana í gegnum fjögur dótturfélög – Veitur, Ljósleiðarann, Orku náttúrunnar og Carbfix. Starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur snertir þúsundir einstaklinga á degi hverjum og því reynist stjórnendum fyrirtækisins nauðsynlegt að hafa greinargóða yfirsýn yfir þá fjölmiðlaumfjöllun sem berst um fyrirtækið. Orkuveita Reykjavíkur hefur verið áskrifandi að Fjölmiðlavakt Creditinfo til … Lesa áfram Upplýsingar úr Fjölmiðlavaktinni lykilmælikvarði innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur

Fréttir um stjórnmálaflokka

Samtals voru fluttar um 42.570 fréttir um íslenska stjórnmálaflokka frá 1. janúar 2021 til 25. september síðastliðinn þegar alþingiskosningar fóru fram. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Fjölmiðlavaktar Creditinfo á fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda alþingiskosninga. Flestar fréttir voru fluttar um ríkisstjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokkinn, Vinstri Græna og Framsóknarflokkinn eða samtals 28.195 fréttir. Það jafngildir 66% af öllum fréttum … Lesa áfram Fréttir um stjórnmálaflokka

COVID-19 og jarðskjálftar

Helsta umræðuefni fjölmiðla bæði hér og landi og erlendis hefur án nokkurs vafa verið kórónuveiran og afleiðingar hennar. Samtals voru fluttar 41.492 fréttir sem innihéldu orðið COVID á árinu 2020 og ekki hefur dregið mikið úr þeim fréttafjölda á árinu 2021. Undir lok febrúarmánaðar varð hins vegar stór jarðskjálfti á Reykjanesskaga og fóru fréttir um … Lesa áfram COVID-19 og jarðskjálftar

Breytingar á lykilfólki

Vilt þú vita um breytingar á stjórnendum íslenskra fyrirtækja? Með hjálp Creditinfo getur þú fengið tilkynningar um allar helstu breytingar á framkvæmdastjórum, forstjórum, stjórnarformönnum og öðrum stjórnendum íslenskra fyrirtækja sem tilkynntar eru í fjölmiðlum í tölvupósti til þín. Mannauðsstjórar, viðskiptastjórar og aðrir sem þurfa að halda utan um mannabreytingar eða viðskiptasambönd innan fyrirtækja hafa ríka … Lesa áfram Breytingar á lykilfólki