Alzheimersamtökin hljóta styrk úr jólasöfnun Creditinfo

Alzheimersamtökin hlutu samtals 1.312.400 kr í styrk úr árlegri góðgerðarsöfnun starfsfólks Creditinfo. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, stjórnarformaður Alzheimersamtakanna, tók á móti söfnunarfénu fyrir hönd samtakana. Undanfarin ár hefur Creditinfo valið að senda ekki út jólakort, en leggja þess í stað starfsfólki fyrirtækisins lið við söfnun sem óskipt er látin renna til verðugs málefnis. Í þetta sinn voru … Lesa áfram Alzheimersamtökin hljóta styrk úr jólasöfnun Creditinfo

Creditinfo hefur hlotið jafnlaunavottun

Creditinfo Lánstraust hf. hefur hlotið Jafnlaunavottun frá vottunarstofnuninni BSI. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnréttisáætlun Creditinfo var lögð fram í september árið 2022 samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna nr. 150/2020, lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði og annarra laga … Lesa áfram Creditinfo hefur hlotið jafnlaunavottun

Creditinfo hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

Creditinfo er á meðal þeirra 59 fyrirtækja sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2022. Viðurkenningin er veitt árlega frá Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA). Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með Forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Ríkisútvarpinu og Pipar\TBWA. Tilgangur verkefnisins er m.a. að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það … Lesa áfram Creditinfo hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

Minningarsjóður Ölla hlýtur styrk úr góðgerðarsöfnun Creditinfo

Minningarsjóður Ölla hlaut samtals 613.600 kr í styrk úr árlegri góðgerðarsöfnun starfsfólks Creditinfo. Jane María og Andrea Vigdís Elvarsdætur tóku á móti söfnunarfénu sem sendiherrar sjóðsins en þær eru bróðurdætur Ölla. Undanfarin ár hefur Creditinfo valið að senda ekki út jólakort, en leggja þess í stað starfsfólki fyrirtækisins lið við söfnun sem óskipt er látin … Lesa áfram Minningarsjóður Ölla hlýtur styrk úr góðgerðarsöfnun Creditinfo

Um miðlun fjárhagsupplýsinga

Upplýst er í grein Ingu Sæland, þingkonu og formanns Flokks fólksins, í Morgunblaðinu 11. febrúar sl., undir yfirskriftinni „Bönnum þessa starfsemi Creditinfo", að flokkurinn hyggist leggja fram á Alþingi frumvarp um að banna miðlæga vinnslu á fjárhagsupplýsingum. Að baki liggur vilji til þess að hver og einn lánveitandi noti bara eigin gögn við ákvarðanir um lánveitingar. Dregin er ályktun … Lesa áfram Um miðlun fjárhagsupplýsinga