Nær öruggt þykir að umfangsmikið peningaþvætti fari fram á Íslandi að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Peningaþvætti er vaxandi vandi í íslensku samfélagi sem skekkir samkeppnisstöðu fyrirtækja á markaði, viðheldur skipulagðri brotastarfsemi og veldur fyrirtækjum og hinu opinbera verulegu fjárhagslegu tjóni. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur afar líklegt að nokkur hundruð einstaklinga á Íslandi tengist skipulagðri brotastarfsemi með einum … Lesa áfram Ert þú að uppfylla þínar skyldur sem tilkynningarskyldur aðili?
Uppfærð skýrsla um áreiðanleikakönnun
Samkvæmt lögum nr 140 um peningaþvætti er tilkynningaskyldum aðilum skylt að framkvæma áreiðanleikakönnun til að kanna hvaða áhætta á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hver viðskiptamaður ber með sér. Skýrsla Creditinfo um áreiðanleikakönnun (KYC) sameinar á einum stað allar helstu upplýsingar sem nauðsynlegt er að afla við framkvæmd áreiðanleikakannana hjá fyrirtækjum. Í nýrri og uppfærðri skýrslu … Lesa áfram Uppfærð skýrsla um áreiðanleikakönnun
Áreiðanleikakönnun viðskiptavina á einum stað
Áskrifendum Creditinfo býðst nú að sækja allar helstu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma áreiðanleikakönnun um viðskiptavini á þjónustuvef Creditinfo. Tilkynningaskyldir aðilar geta sótt upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga (PEP) inn á þjónustuvef Creditinfo eða í gegnum vefþjónustu. Því til viðbótar er hægt að sækja sérsniðna skýrslu sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar … Lesa áfram Áreiðanleikakönnun viðskiptavina á einum stað
Betri upplýsingar við áreiðanleikakönnun viðskiptavina
Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er tilkynningarskyldum aðilum skylt að framkvæma áreiðanleikakönnun um viðskiptavini sína. Á þeim hvílir sérstök rannsóknarskylda til að sannreyna upplýsingar um viðskiptavini. Tilkynningaskyldir aðilar þurfa m.a. að kanna með ítarlegum hætti tengsl einstaklinga við fyrirtæki og hvort viðkomandi einstaklingar hafi stjórnmálaleg tengsl. Ferlið við að afla þessara … Lesa áfram Betri upplýsingar við áreiðanleikakönnun viðskiptavina
Creditinfo býr til PEP-gagnagrunn
Creditinfo hefur hafið undirbúning á gagnagrunni sem mun innihalda upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla (e. Politically Exposed Persons – PEP) til að aðstoða fyrirtæki við að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti.