Fjölbreyttar leiðir til að nýta vaktkerfi Creditinfo

Íslenskt efnahagslíf tekur stöðugum breytingum sem erfitt er að fylgjast með og búa sig undir hverju sinni. Eftirköst COVID-19 faraldursins eru enn að láta á sér kræla á meðan stríðið í Úkraínu og vaxandi verðbólga á heimsvísu vofir yfir. Þessu til viðbótar er útlit fyrir að kjaraviðræður eigi eftir að vera krefjandi með tilheyrandi óvissu … Lesa áfram Fjölbreyttar leiðir til að nýta vaktkerfi Creditinfo

Reginn hf. hlaut verðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni 2022

Fasteignafélagið Reginn hf. fékk verðlaun fyrir árangur á sviði sjálfbærni meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2022. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur felur í sér að fyrirtæki hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í og hámarki þannig fjárhagslegan árangur sinn. Í umsögn dómnefndar kemur fram að Reginn hf. … Lesa áfram Reginn hf. hlaut verðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni 2022

Origo hf. hlaut verðlaun Creditinfo fyrir framúrskarandi nýsköpun

Tæknifyrirtækið Origo hf. hlaut hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir nýsköpun meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2022. Verðlaunin fyrir nýsköpun eru veitt í samstarfi við Icelandic Startups. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá rótgrónum fyrirtækjum. Við valið er m.a. horft til skráðra einkaleyfa, samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir og þess hvort fyrirtækið afli útflutningstekna sem byggja … Lesa áfram Origo hf. hlaut verðlaun Creditinfo fyrir framúrskarandi nýsköpun

875 Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Creditinfo kynnti í gær sinn árlega lista yfir framúrskarandi fyrirtæki en alls komust 875 fyrirtæki, jafnt lítil sem stór, á listann. Yfir þúsund manns mættu í Hörpu í tilefni valsins og mátti sjá forsvarsmenn bæði stærstu fyrirtækja landsins og niður í smærri fjölskyldufyrirtæki en valið helgast fyrst og fremst af því hversu vel rekin fyrirtækin … Lesa áfram 875 Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Færri ársreikningum skilað milli ára

Alls hefur 21.440 ársreikningum verið skilað til ársreikningaskrár fyrir reikningsárið 2021. Á sama tíma í fyrra var 23.263 ársreikningum skilað til ársreikningaskrár. Þetta eru því 8% færri ársreikningar en árið áður. Þetta kemur fram í nýjustu gögnum frá RSK sem Creditinfo hefur tekið saman. Á grafinu hér fyrir ofan sést samanburður á uppsöfnuðum skilum á … Lesa áfram Færri ársreikningum skilað milli ára