Fátt annað kemst að í umfjöllun fjölmiðla annað en kórónaveiran (COVID-19). Allt frá því að veiran greindist fyrst í Wuhan í Kína í kringum áramótin hefur fjöldi frétta um málið á Íslandi stigmagnast samkvæmt gögnum frá Fjölmiðlavakt Creditinfo.

Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig umfjöllun íslenskra fjölmiðla hefur þróast frá 1. janúar 2020 til 16. mars. Fyrsta tilfellið greindist í Wuhan í Kína í lok desember á síðasta ári og greindist fyrsta dauðsfallið vegna hennar 11. janúar. Fréttum um veiruna fór að fjölga á Íslandi eftir því sem að smitum fjölgaði fyrir utan Kína.

Fjöldi frétta þar sem orðin kórónaveira og COVID-19 komu fyrir frá 1. janúar 2020 til 16. mars 2020.
Heimild: Fjölmiðlavakt Creditinfo

11. febrúar tilkynnti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) að kórónaveiran bæri nafnið COVID-19. Frá þeim tíma fóru íslenskir miðlar í auknum mæli að tala um COVID-19 í sínum fréttaflutningi þótt kórónaveiran hélt áfram að koma fyrir.

Þegar fyrsta smitið greindist á Íslandi 28. febrúar síðastliðinn jókst fréttaflutningur íslenskra miðla um veiruna verulega og náði ákveðnu hámarki 13. mars síðastliðinn, stuttu eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að útbreiðsla COVID-19 flokkaðist sem heimsfaraldur.

Ekki er útlit fyrir að lát verði á umfjöllun fjölmiðla um COVID-19 faraldurinn en við hjá Creditinfo munum halda áfram að fylgjast með stöðu mála og hvetjum alla til að gæta fyllsta öryggis.


Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli.

Ein athugasemd á “COVID-19 í fjölmiðlum

Lokað er fyrir athugasemdir.