Ráðgjafafyrirtækið Anthesis hefur lagt mat á sjálfbærniþætti í rekstri Creditinfo Group og gefið fyrirtækinu hæstu mögulegu einkunn eða „High Overall Maturity Score“.  

Einkunnin er veitt í ljósi áherslu Creditinfo á sjálfbærni í eigin rekstri sem og vegna útgáfu Veru, sjálfbærniviðmóts Creditinfo.  

„Creditinfo kappkostar við að vera leiðandi í upplýsingamiðlun fyrir fjármálakerfið og er upplýsingagjöf á sviði sjálfbærnimála orðinn lykilþáttur í slíkri miðlun. Einkunn Anthesis veitir okkur hjá Creditinfo byr undir báða vængi og styður undir áframhaldandi vegferð okkar í því að vera leiðandi afl á sviði upplýsingagjafar um sjálfbærnimál,“ segir Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.  

Nánari upplýsingar um sjálfbærnistefnu Creditinfo 

Nánari upplýsingar um Veru, sjálfbærniviðmót Creditinfo