Creditinfo birtir í samstarfi við mbl.is upplýsingar um fyrirtæki sem fjallað er um í viðskiptafréttum. Nú er hægt að sjá upplýsingar úr ársreikningum fyrirtækja sem eru þar til umfjöllunar ásamt upplýsingum um breytingar á lykilstærðum úr nýjasta ársreikningi. Einnig er þar að finna fjölda endanlegra eigenda og hluthafa, eign í öðrum félögum og upplýsingar um lánshæfismat fyrirtækja í sömu atvinnugrein.

Ítarlegri upplýsingar er að finna með því að smella á hnappinn „Meira á Creditinfo.is“ undir fréttinni. Þar hægt er að kaupa m.a. ársreikninga, hluthafaupplýsingar og lánshæfismat þeirra fyrirtækja sem fjallað er um á mbl.is.

Skjáskot úr viðskiptafrétt á vef mbl.is

Stærsti grunnur fjárhagsupplýsinga á Íslandi

Á vef Creditinfo er með einföldum hætti hægt að fá innsýn í stærsta gagnagrunn fjárhags- og viðskiptaupplýsinga á Íslandi án áskriftar. Í vefverslun Creditinfo má slá inn nafn fyrirtækis og kaupa upplýsingar sem eru í grunnum Creditinfo um viðkomandi fyrirtæki.

Til að kaupa skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum eða lykilorði og greiðir svo fyrir með greiðslukorti.

Þau gögn sem nú má kaupa beint af vefnum eru:

  • Ársreikningar – Hægt er að skoða ársreikninga á vefnum og hlaða niður sem Excel skjali. Einnig er í boði að kaupa skönnuð afrit af ársreikningum eins og þeir birtast í upphaflegri mynd. –Sýniseintak
  • Lánshæfismat fyrirtækja – Lánshæfismatið byggir á stærsta safni viðskiptaupplýsinga hérlendis og metur líkur á vanskilum tólf mánuði fram í tímann og sýnir þróun lánshæfismats síðustu átján mánuði. –Sýniseintak
  • Eigendur fyrirtækis – Eigendaupplýsingar innihalda lista yfir alla skráða hluthafa og upplýsingar um endanlega eigendur. – Sýniseintak
  • Eign fyrirtækis í öðrum félögum – Listi yfir eign fyrirtækis í öðrum félögum og endanlega eign í öðrum félögum. –Sýniseintak
  • Hlutafélagsupplýsingar – Allar upplýsingar úr gildandi skráningu í hlutafélagaskrá, s.s. stjórn skv. síðasta hluthafafundi, prókúruhafar, framkvæmdastjórn og stofnendur. –Sýniseintak