Áskrifendum gefst nú kostur á að fletta upp ítarlegum upplýsingum um erlend fyrirtæki á þjónustuvef Creditinfo.

Áskrifendur að þjónustuvef Creditinfo hafa nú aðgang að ítarlegum fyrirtækjaupplýsingum og lánshæfismati valinna erlendra fyrirtækja. Lánshæfisskýrslurnar reynast vel við að meta og draga úr áhættu í viðskiptum milli landa. 

Samkvæmt könnun Íslandsstofu hafði rétt rúmur helmingur þátttökufyrirtækja lent í því að tapa fjármunum vegna svika eða vanefnda í útflutningi sínum. Það getur því skipt töluverðu máli fyrir útflutningsfyrirtæki að hafa eins ítarlegar upplýsingar um erlenda viðskiptavini sína og kostur er á.

Þær eru nú aðgengilegar öllum áskrifendum Lánstrausts undir flipanum Erlend fyrirtæki.

Hér er hægt að sjá sýnishorn af skýrslunni.

Þau lönd sem standa til boða á þjónustuvefnum:

  • Belgía
  • Tékkland
  • Eistland
  • Finnland
  • Frakkland
  • Þýskaland
  • Ungverjaland
  • Írland
  • Ítalía
  • Lettland
  • Litháen
  • Malta
  • Holland
  • Noregur
  • Pólland
  • Slóvakía
  • Svíþjóð
  • Bretland
  • Bandaríkin

Lánshæfisskýrslur frá öðrum löndum er hægt að sérpanta með því að senda póst á reports@creditinfo.is