Creditinfo rekur stærsta safn viðskiptaupplýsinga á Íslandi sem nýttur er daglega af viðskiptavinum okkar til að styðja við upplýstar ákvarðanir í viðskiptum. Á meðal þess sem hægt er að sækja eru upplýsingar um ársreikninga, lánshæfi, vanskil, eignatengsl, eignir og margt fleira.

Til að tryggja áreiðanleika þeirra gagna sem standa til boða á þjónustuvef Creditinfo leggjum við áherslu á að stjórnendur geti með einföldum hætti yfirfarið og komið nýjustu upplýsingum til okkar um þeirra fyrirtæki. Á Mitt Creditinfo hafa einstaklingar með fyrirtækjatengsl aðgang að upplýsingum um félög sem þeir tengjast í gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð. Til að tryggja að upplýsingar um þitt fyrirtæki séu réttar í stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi er mikilvægt að yfirfara og uppfæra þær upplýsingar á Mitt Creditinfo.

Hér fyrir neðan er hægt að finna ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt er að uppfæra hluthafaupplýsingar á Mitt Creditinfo.

Uppfærsla hluthafaupplýsinga á Mitt Creditinfo

Ef einstaklingur er með tengsl við fyrirtæki er hægt að sjá yfirlit yfir þær upplýsingar eftir innskráningu á Mitt Creditinfo. Með því að smella á hnappinn „Uppfæra“ hjá „Hluthafar“ er hægt að skrá inn nýjar upplýsingar um hluthafa fyrirtækis.

Þá birtist nýr gluggi þar sem hægt er að skrá inn kennitölu fyrirtækis eða einstaklings og eignarhlut þeirra í meðfylgjandi reiti. Að skráningu lokinni er hægt að smella á „Senda“ neðst í hægra horni gluggans. Sérfræðingar Creditinfo yfirfara upplýsingarnar áður en þær eru síðan birtar á Mitt Creditinfo og í gagnabanka um hluthafaupplýsingar sem er aðgengilegur á þjónustuvef Creditinfo.


Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.