Fátt er fyrirtækjum verðmætara en jákvæð ímynd þeirra í fjölmiðlum. Jákvæð fjölmiðlaumfjöllun leiðir ekki einungis af sér aukin viðskipti heldur stuðlar hún einnig að góðum starfsanda.

Fyrirtæki geta ekki stýrt allri fjölmiðlaumfjöllun um sig en þau geta styrkt sína stöðu með því að koma jákvæðum skilaboðum áleiðis og eins með að svara gagnrýni og neikvæðum fréttaflutningi með skýrum hætti.

Fjölmiðlavakt Creditinfo hefur tekið saman nokkur góð ráð fyrir fyrirtæki sem vilja bæta fjölmiðlaumfjöllun sína og styrkja stöðu sína út á við.

1. Láttu vita af velgengni

Það er mikilvægt að láta fjölmiðla vita af því þegar vel gengur hjá fyrirtækinu. Dæmi um slíkt er þegar afkoma fyrirtækisins batnar og þegar fyrirtæki hefur nýtt samstarf.

2. Stuðningur við samfélagið

Það skiptir máli að tilkynna fjölmiðlum um styrkveitingar og þau góðgerðarmál sem fyrirtækið styður hverju sinni til að tryggja jákvæða fjölmiðlaumfjöllun.

3. Taktu af skarið

Fyrirtæki sem eru fljót að taka afstöðu og tjá sig með öruggum hætti um málefni líðandi stundar eru líklegri til að fá jákvæða fjölmiðlaumfjöllun.

4. Greindu stöðuna

Greiningar og rannsóknir sem fyrirtæki gera opinber bæta yfirleitt orðspor þess í fjölmiðlum. Ef fyrirtæki eru öflug í að opinbera rannsóknir sínar þá eru fjölmiðlar líklegri til að leita til þeirra eftir sérfræðiáliti. Slík umfjöllun er yfirleitt mjög jákvæð fyrir fyrirtæki.

5. Svaraðu gagnrýni strax

Ekki er hægt að koma í veg fyrir alla neikvæða umfjöllun um fyrirtæki en þegar fyrirtæki eru fljót að svara fyrir sig og gera það með skýrum og skilmerkilegum hætti þá getur það styrkt ímynd þess í fjölmiðlum svo um munar.

Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli.