Áreiðanlegustu upplýsingar um rekstur fyrirtækja er oftast að finna í ársreikningum þeirra. Með upplýsingum úr ársreikningi er hægt að leggja mat á það hversu vel rekstur fyrirtækis hefur gengið síðustu ár, stærð fyrirtækisins, skuldsetningu og margt fleira.

Creditinfo hefur að geyma stærsta safn viðskiptaupplýsinga á Íslandi en á meðal þeirra eru upplýsingar úr ársreikningum íslenskra fyrirtækja allt aftur til ársins 1995. Ársreikningagrunnur Creditinfo hefur að geyma rúmlega 550.000 ársreikninga sem hægt er að sækja með fjölbreyttum hætti bæði á þjónustuvef Creditinfo og í gegnum vefþjónustu. Öllum er nú fært að nálgast skönnuð frumrit af ársreikningum að kostnaðarlausu á þjónustuvef Creditinfo og í gegnum vefverslun.

Á þjónustuvef Creditinfo og í vefverslun er hægt að sækja skönnuð frumrit af ársreikningum en einnig er hægt að sækja innslegin eintök og ársreikningaskýrslur sem innihalda upplýsingar úr ársreikningum fyrirtækja fimm ár aftur í tímann. Áskrifendum Creditinfo gefst kostur á að nálgast ársreikningagrunn Creditinfo í gegnum vefþjónustu auk þess sem að þeim gefst færi á að vakta skil á ársreikningum án viðbótarkostnaðar með Fyrirtækjavakt Creditinfo.

Hér verður farið yfir þær fjölbreyttu leiðir sem hægt er að fara til að sækja ársreikninga íslenskra fyrirtækja í gegnum Creditinfo:

Innslegnir ársreikningar

Sérfræðingar Creditinfo slá inn upplýsingar úr öllum ársreikningum svo hægt sé að nálgast tölulegar upplýsingar úr þeim með aðgengilegum hætti. Öllum innslegnum ársreikningum fylgir einnig greining á helstu kennitölum úr rekstri fyrirtækisins auk samanburðar við önnur fyrirtæki í sömu atvinnugrein. Með því að sækja innslegna ársreikninga á þjónustuvef Creditinfo og í gegnum vefverslun er einnig hægt að hlaða upplýsingum niður á Excel-sniði til frekari úrvinnslu.

Dæmi um innslegin ársreikning

Ársreikningaskýrsla

Stakir ársreikningar gefa aðeins upplýsingar fyrir tvö ár í senn. Til að ná enn breiðari mynd af rekstri fyrirtækis er gagnlegt að sjá rekstrarsögu þess yfir lengra tímabil. Ársreikningaskýrsla inniheldur lykiltölur úr ársreikningi fyrirtækis allt að fimm ár aftur í tímann. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar úr lánshæfismati félagsins, COVID-váhrifamat fyrirtækis, helstu kennitölur og samanburð við fyrirtæki í sömu atvinnugrein.

Dæmi um ársreikningaskýrslu

Vöktun á ársreikningaskilum

Með fyrirtækjavakt Creditinfo er hægt að fylgjast með breytingum sem eiga sér stað á upplýsingum um tiltekin fyrirtæki, t.d. skil á nýjum ársreikningi, breytingar á stjórn félags eða breytingar á eignarhaldi. Með því að skrá fyrirtæki í Fyrirtækjavaktina geta viðskiptavinir Creditinfo fengið meldingu í gegnum tölvupóst um leið og nýr ársreikningur félags er tilbúinn. Fyrirtækjavakt Creditinfo er gjaldfrjáls hluti af áskrift að kerfum Creditinfo.

Nánar um Fyrirtækjavakt Creditinfo

Vefþjónusta

Viðskiptavinum Creditinfo gefst kostur á að nálgast upplýsingar úr ársreikningagrunni Creditinfo í gegnum vefþjónustu og tengja þannig gögnin við eigin kerfi til frekari greiningar og úrvinnslu. Vefþjónustan er byggð á REST þjónustum, sem bjóða upp á mikinn sveigjanleika og skapa hagræði í rekstri.  Hægt er að nálgast innslegin eintök af ársreikningum, skönnuð frumrit og einstaka liði úr innslegnum ársreikningum í gegnum vefþjónustu. Með aðgang að ársreikningagrunni Creditinfo er þér fært að taka hluta úr ársreikningum fjölda fyrirtækja til að framkvæma sérhæfðar greiningar. Dæmi um slíkt væri að taka saman EBITDA nokkurra fyrirtækja yfir ákveðið tímabil, skuldir allra fyrirtækja í ákveðinni atvinnugrein eða heildartekjur allra fyrirtækja á ákveðnu landsvæði svo dæmi séu tekin.

Dæmi um hvernig hægt er að vinna greiningu úr ársreikningagrunni Creditinfo

Vefþjónustuskjölun fyrir ársreikninga

Markhópalistar

Vilt þú ná til 500 stærstu fyrirtækja á landinu? Vilt þú nálgast fyrirtæki sem hafa fleiri starfsmenn en 100? Vilt þú nálgast upplýsingar um fyrirtæki í ákveðinni atvinnugrein með ákveðnar tekjur? Markhópalistar Creditinfo eru sniðnir að þörfum okkar viðskiptavina og eru m.a. unnir úr gagnagrunni Creditinfo af ársreikningum. Öllum markhópalistum er skilað í Excel skjali sem auðveldar frekari úrvinnslu.

Nánar um markhópalista Creditinfo


Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.