Íslenskt efnahagslíf tekur stöðugum breytingum sem erfitt er að fylgjast með og búa sig undir hverju sinni. Eftirköst COVID-19 faraldursins eru enn að láta á sér kræla á meðan stríðið í Úkraínu og vaxandi verðbólga á heimsvísu vofir yfir. Þessu til viðbótar er útlit fyrir að kjaraviðræður eigi eftir að vera krefjandi með tilheyrandi óvissu um verðbólgu og vaxtastig framtíðar. Fyrirtækjarekstur í slíku óvissuástandi er því vægast sagt krefjandi.

Til að stjórnendur hafi tök á að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum er þörf á öflugum verkfærum. Creditinfo hefur lagt kapp á að bjóða upp á áreiðanleg gögn og öflugt vöruframboð til að aðstoða viðskiptavini sína við að taka upplýstar ákvarðanir. Mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Creditinfo hefur upp á að bjóða eru öflug vaktkerfi sem hjálpa viðskiptavinum Creditinfo við að fylgjast með stöðu sinna viðskiptavina.

Vöktun á lánshæfi viðskiptavina

Viðskiptasafnið vaktar breytingar sem kunna að verða á lánshæfi og vanskilastöðu viðskiptavina þinna og tilkynnir um þær með tölvupósti. Jafnframt veitir mælaborð safnsins á þjónustuvefnum góða yfirsýn yfir dreifingu á áhættu í safninu og er auðvelt að taka út lista í Excel yfir hvaða viðskiptamenn tilheyra hvaða hópi.

Vöktun á högum fyrirtækja

Fyrirtækjavaktin vaktar breytingar sem eiga sér stað á upplýsingum um tiltekin fyrirtæki, t.d. skil á nýjum ársreikningi, breytingar á stjórn félags eða breytingar á eignarhaldi. Vaktin nýtist öllum þeim sem vilja vera vakandi fyrir breytingum hjá viðskiptavinum sínum, birgjum eða samkeppnisaðilum. Fyrirtækjavaktin hentar einnig sérstaklega vel tilkynningarskyldum aðilum til að uppfylla kröfur um áreiðanleikakönnun vegna laga gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtækjavaktin á þjónustuvef Creditinfo er gjaldfrjáls viðbót við áskrift að kerfum Creditinfo og henni fylgir ótakmarkaður fjöldi kennitalna til vöktunar.

Vöktun á fjölmiðlaumfjöllun

Á hverjum degi er fluttur fjöldinn allur af fréttum á Íslandi í fjölmörgum fjölmiðlum. Sein og óundirbúin viðbrögð við fjölmiðlaumfjöllun eru ófagleg og geta skaðað orðspor fyrirtækja til langs tíma. Með Fjölmiðlavakt Creditinfo er hægt að fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun um hvaða fyrirtæki eða málefni sem er. Áskrifendur Fjölmiðlavaktarinnar fá tölvupóst hvenær sem umfjöllun birtist í útvarpi, sjónvarpi, blöðum, netmiðlum og samfélagsmiðlum. Þannig er hægt að tryggja góða yfirsýn yfir umfjöllun um málefnin sem þig varðar.

Fjölbreyttir notkunarmöguleikar

Hægt er að nýta vaktkerfi Creditinfo með fjölbreyttum hætti til að ná árangri í viðskiptum. Fjármálastjórar, viðskiptastjórar, innkaupastjórar, innheimtufulltrúar og fleiri geta nýtt Viðskiptasafnið, Fyrirtækjavaktina og Fjölmiðlavaktina til að hámarka árangur á fjölbreyttum sviðum. Hér verður farið yfir nokkrar leiðir til að nýta vaktkerfi Creditinfo á fjölbreyttum sviðum.

Koma í veg fyrir tapaðar kröfur

Fjármálastjórar, innheimtustjórar og starfsfólk í fjármáladeildum fyrirtækja hafa um árabil nýtt Viðskiptasafnið sem ómissandi tól við að fylgast með kröfum og stýra áhættu. Með Viðskiptasafninu er hægt að fá tilkynningu um leið og lánshæfi viðskiptavina versnar en það gerir manni kleift að breyta viðskiptaskilmálum tímanlega til að koma í veg fyrir tapaðar kröfur. Á þjónustuvef Creditinfo er svo hægt að hafa yfirsýn yfir áhættuna í Viðskiptasafninu hverju sinni.

Frekari upplýsingar:

Hvernig Skeljungur kemur í veg fyrir tapaðar kröfur með Viðskiptasafninu

Stjórnendur með puttann á púlsinum

Framkvæmdastjórar eða stjórnarmeðlimir fyrirtækja hafa lítinn tíma til að fylgjast með öllum þeim upplýsingum sem skipta máli fyrir reksturinn. Þeir þurfa því að forgangsraða upplýsingum eftir því hvað hefur mest vægi hverju sinni. Með Viðskiptasafninu er hægt að stilla vöktun á lánshæfi lykilviðskiptavina fyrir stjórnendur fyrirtækja svo þeir séu meðvitaðir um leið og áhætta magnast í rekstrinum. Fyrirtækjavaktin gerir stjórnendum einnig kleift að vakta breytingar á högum lykilviðskiptavina og samkeppnisaðila svo unnt sé að greina með skjótum hætti ný tækifæri og ógnanir í rekstri fyrirtækisins. Fjölmiðlavaktin hjálpar svo til með að afmarka með skýrum hætti þær upplýsingar úr fjölmiðlum sem skipta stjórnandann máli.

Frekari upplýsingar:

Stjórnarvakt Creditinfo

Skilvirk stýring viðskiptavina

Til að ná árangri í sölu skiptir miklu máli að þekkja viðskiptavini vel og vera meðvitaður um stöðu þeirra hverju sinni. Viðskiptastjórar fyrirtækja þurfa að vera vakandi fyrir breytingum á högum viðskiptavina sinna til að koma auga á ný tækifæri og bregðast hratt við ef staða þeirra versnar eða breytist á markverðan hátt. Með Viðskiptasafninu geta viðskiptastjórar fyrirtækja fengið sérsniðna vöktun á sínum lykilviðskiptavinum til að geta séð tímanlega hættumerki eða merki um aukin tækifæri í rekstri þeirra. Með Fyrirtækjavaktinni er hægt að sjá breytingar á stjórnendum svo hægt er að uppfæra tengiliðaupplýsingar eða nýjasta ársreikning viðskiptavina svo unnt sé að greina breytingar á rekstri þeirra. Einnig geta viðskiptastjórar vaktað viðskiptasöfn sín með Fjölmiðlavaktinni og fengið í tölvupósti nýjustu fréttir um sína viðskiptavini.

Frekari upplýsingar:

Þekktu viðskiptavini þína betur

Aðfangakeðjur

Innkaupastjórar fyrirtækja þurfa að hafa yfirsýn yfir fjöldann allan af birgjum sem veita þeim þjónustu. Mikilvægt getur verið að meta birgja ítarlega þegar viðskipti eru hafin með nýjum birgjum og fylgjast svo með ef breytingar verða hjá þeim, hvort sem það er versnandi fjárhagsstaða eða neikvæð fjölmiðlaumfjöllun því hvoru tveggja getur haft bein áhrif á viðskiptasambandið eða getu birgjans til að veita þá þjónustu sem samið hefur verið um. Hér má einnig benda á Veru, nýja vöru Creditinfo sem gerir aðilum kleift að meta upplýsingar um sjálfbærni og áhættu henni tengdri í einni svipan. 

Frekari upplýsingar:

Birgjamat Creditinfo


Hafðu samband ef þú vilt vita meira um vaktkerfi Creditinfo.