Samtals voru fluttar um 42.570 fréttir um íslenska stjórnmálaflokka frá 1. janúar 2021 til 25. september síðastliðinn þegar alþingiskosningar fóru fram. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Fjölmiðlavaktar Creditinfo á fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda alþingiskosninga.

Flestar fréttir voru fluttar um ríkisstjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokkinn, Vinstri Græna og Framsóknarflokkinn eða samtals 28.195 fréttir. Það jafngildir 66% af öllum fréttum um íslenska stjórnmálaflokka á þessu tímabili. Af stjórnarandstöðuflokkum var mest fjallað um Samfylkinguna (4.168 fréttir), Pírata (2.579 fréttir) og Miðflokkinn (2.524 fréttir). Nánara niðurbrot er að finna í myndiritinu hér fyrir neðan:

Forvitnilegt er að bera saman fjölda frétta um stjórnmálaflokkana og fylgi þeirra í alþingiskosningum. Á myndiritinu hér fyrir neðan er hægt að sjá hlutfall atkvæða sem hver flokkur hlaut á móti hlutfalli frétta um flokkana á móti heildarfjölda allra frétta um stjórnmálaflokkana.

Þar sést að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut bæði flest atkvæði og mesta fjölmiðlaumfjöllun allra flokka. Misræmi er þó á milli hlutfalli atkvæða og frétta hjá Vinstri-Grænum. Hlutfall frétta af Vinstri-Grænum á móti heildarfjölda frétta var 25,8% á meðan hlutfall atkvæða var 12,6%. Hlutfall frétta af Framsóknarflokknum var aftur á móti 12,5% á móti 17,3% hlutfalli atkvæða.


Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli.