Til að stjórnendur geti haft greinargóða yfirsýn yfir orðspor þeirra fyrirtækja er mikilvægt að vakta umfjöllun fjölmiðla. Fjölmiðlavakt Creditinfo er leiðandi í vöktun á umfjöllun netmiðla, prentmiðla, ljósvakamiðla og samfélagsmiðla fyrir íslensk fyrirtæki. Áskrifendur að Fjölmiðlavaktinni geta ekki einungis fengið tilkynningar í tölvupósti þegar fréttir um þeirra fyrirtæki birtast í fjölmiðlum heldur geta þeir einnig greint hvort fréttirnar séu mikilvægar fyrir þeirra starfsemi. Með Fréttaskorinu gefst fyrirtækjum færi á að sigta fréttir út eftir mikilvægi þeirra og greint með skjótum hætti þær upplýsingar sem skipta máli.

Hvað er Fréttaskor?

Fréttaskorið er sjálfvirk greining á mikilvægi frétta fyrir fyrirtæki. Tilgangur skorsins er að gefa raunsæja mynd af því hversu mikið vægi hver tiltekin frétt hefur. Fréttaskorið sýnir meðal annars að hve miklu leyti fréttin fjallaði sannarlega um viðkomandi efni og greinir hversu mikla athygli fréttin hlaut. Fréttaskorið er metið á bilinu 1 – 5 þar sem 1 er mjög lítið vægi og 5 er mjög mikið vægi.

Útreikningur fréttaskorsins byggist á eftirfarandi fimm þáttum:

  • Í hvaða miðli birtist fréttin?
    • Ef miðill er vinsæll þá hefur frétt um þitt fyrirtæki í þeim miðli meira vægi.
  • Hversu umfangsmikil var fréttin?
    • Ef umfjöllunin um þitt fyrirtæki er ítarleg og löng þá hefur hún meira vægi.
  • Hvar innan miðilsins kom umfjöllunin fyrir?
    • Birtist frétt um þitt fyrirtæki framarlega í dagblaði þá hefur hún meira vægi.
  • Hversu oft er minnst á viðkomandi aðila aðila í fréttinni?
    • Ef þitt fyrirtæki ber oft á góma í fréttinni þá hefur hún meira vægi.
  • Hvar í fréttinni var minnst á viðkomandi aðila?
    • Ef nafnið á þínu fyrirtæki birtist í fyrirsögn fréttar eða framarlega í fréttinni þá hefur fréttin meira vægi.

Fréttin fær síðan einkunn fyrir hvern og einn ofangreindra þátta og eru þær allar lagðar til grundvallar við útreikning Fréttaskorsins.

Hvernig nýtist fréttaskorið?

Stjórnendur fyrirtækja nýta fjölmiðlavaktina til að fylgjast með og hafa áhrif á orðspor síns fyrirtækis. Með Fréttaskorinu ganga þeir skrefinu lengra með því að sigta út þær fréttir sem skipta máli svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir um stýringu orðspors þeirra fyrirtækja.

Sparar tíma

Áskrifendur að fjölmiðavaktinni sem nýta sér Fréttaskorið fá fréttayfirlit í tölvupósti sem er raðað eftir vægi frétta. Fréttir sem hafa hæsta Fréttaskorið hverju sinni raðast ofar í tölvupóstinum og spara þannig tíma við yfirferð á tölvupóstum.

Dæmi um póstsendingu frá Fjölmiðlavaktinni. Hægt er að sjá Fréttaskor fréttar neðst í hægra horni.

Dýpri greiningarmöguleikar

Á þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar er hægt að greina allar fréttir um þitt fyrirtæki með ítarlegum hætti. Áskrifendur Fjölmiðlavaktarinnar sem nýta sér Fréttaskorið geta sigtað út fréttir á ákveðnu tímabili eftir því hversu mikið vægi þær hafa. Þannig er hægt að komast hraðar að kjarna málsins.

Skjáskot af þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar

Skýrara yfirlit

Með Fréttaskorinu getur þú skoðað hvort þær fréttir sem voru fluttar um þitt fyrirtæki voru mikilvægar eða ekki yfir lengra tímabil. Í Fjölmiðlaskýrslunni, sem tekur saman fréttaumfjöllun yfir 6 eða 12 mánaða tímabil um fyrirtæki er hægt að sjá sérstakt yfirlit yfir vægi þeirra frétta sem fluttar voru um þitt fyrirtæki.

Samantekt sem sýnir vægi frétta um Creditinfo á árinu 2019

Áskrifendur Fjölmiðlavaktarinnar sem nýta sér bæði Fréttaskorið og Innihaldsgreiningu geta einnig séð yfirlit yfir jákvæðar og neikvæðar fréttir á árinu sem var að líða með tilliti til Fréttaskors. T.d. skiptir máli að hafa yfirsýn yfir hvort neikvæðar fréttir hafi hátt eða lágt Fréttaskor til að greina betur hvaða áhrif fréttirnar hafa á orðspor þíns fyrirtækis.

Skjáskot úr innihaldsgreiningarskýrslu sem sýnir hlutfall jákvæðra og neikvæðra frétta um fyrirtæki með tilliti til Fréttaskors

Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Vilt þú frekari upplýsingar um Fréttaskorið? Hafðu samband við okkur.