Greiðslumat Creditinfo reiknar út hvert ráðstöfunarfé einstaklings/einstaklinga er að teknu tilliti til útborgaðra launa og kostnaði tengdum rekstri heimilis, fasteignar, ökutækis og afborgana lána. Því má segja að niðurstaða kerfisins gefi áætlað svigrúm hlutaðeigandi fyrir afborganir af nýju láni. Greiðslumatið er hugbúnaðarlausn sem einfaldar til muna framkvæmd greiðslumats, það sparar lánastofnunum tíma og dregur verulega úr hættu á innsláttarvillum.

Tengingar við gagnalindir

Greiðslumatið sækir eftirfarandi gögn:

 • VOG vanskilaskrá
 • Lánshæfismat
 • Skuldastöðuyfirlit
 • Kennitöluleit fasteigna
 • Fasteignamatsupplýsingar pr. fastanr.
 • Veðbandayfirlit pr. fasteign sem er skilgreind í matinu
 • Kennitöluleit ökutækja
 • Staðgreiðsluskrá og skattskýrslu (í sjálfsafgreiðslu)
 • Meðlagsgreiðslur (ef óskað er eftir því og samningur liggur fyrir)

Aðgangur að greiðslumatinu

Aðgangsstýringu kerfisins er stýrt hjá Creditinfo. Greiðslumatkerfið er aðgengilegt fyrir starfmenn lánveitenda á þjónustuvef Creditinfo, https://fyrirtaeki.creditinfo.is/Cran

Einnig býður Creditinfo upp á sjálfsafgreiðslulausn. Lánveitandi fær link sem hann sendir á umsækjanda. Umsækjandi fer af stað með greiðslumatið, öll gögn eru sótt, hann fer yfir upplýsingarnar og sendir umsókn til lánveitanda sem klárar greiðslumatið á þjónustuvefnum.

Í sjálfsafgreiðslu er hægt að bæta við viðskiptareglum á undan greiðslumati. Þessar reglur eru til að minnka líkur á að aðilar fara í greiðslumat sem geta ekki fengið lán og til að lánveitandi fái betur unnar umsóknir.  Lánveitendur stilla hvaða reglur þau vilja en t.d. er hægt að tengja við vefþjónustu lánveitanda og athuga hvort umsækjandi sé með lánsrétt, hvort að aðili sé á vanskilaskrá eða hvort lánsupphæð sé innan lánareglna.

Rekstur og uppfærslur

Greiðslumatskerfið er aðgengilegt 24/7 alla daga ársins. Allt viðhald kerfisins er framkvæmt utan hefðbundins skrifstofutíma og í fyrirfram tilkynntum þjónustugluggum. Tilkynningar eru sendar á tengilið lánveitanda með a.m.k. 7 daga fyrirvara.

Verði kerfið óaðgengilegt af einhverjum ástæðum, s.s. vegna þess að þjónustur/kerfi fara niður, er það tilkynnt sérstaklega með tölvupósti til tengiliðs lánveitanda, eftir atvikum með símtali, um leið og CI er ljóst að kerfið liggur niðri eða ekki er hægt að kalla eftir ákveðnum gögnum inn í kerfið.

Neysluviðmið

Útreikningur á opinberum neysluviðmiðum er skv. líkani Félagsmálaráðuneytisins. Neysluviðmiðin eru uppfærð í Greiðslumatskerfinu eftir að Félagsmálaráðuneytið uppfærir sín viðmið. Í upphafi hvers árs eru uppfærslur á breytum tengdum neysluviðmiðunum útfrá vísitölu neysluverðs, líkt og kemur fram í reglugerð 920/2013 – Reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat.

Hefja greiðslumat

Hægt er að hefja greiðslumat með tveimur leiðum, í gegnum sjálfsafgreiðslu eða á þjónustuvef Creditinfo.

Hefja greiðslumat á þjónustuvef

Þegar hefja á greiðslumat er slegin inn kennitala og ýtt á „leita“, og umsækjandi fer á lista fyrir neðan. Ef greiðslumeta á fleiri en einn aðila er hægt að slá inn allar kennitölur með kommu á milli í leitarstreng eða slá inn eina í einu. Þegar allir sem á að greiðslumeta eru komnir á listann er hægt að hefja greiðslumat. Athugið að ekki er hægt að bæta aðila við greiðslumat þegar vinnsla er hafin. Að hámarki er hægt að greiðslumeta 6 einstaklinga saman.

Hefja greiðslumat í sjálfsafgreiðslu

Greiðslumöt stofnuð í sjálfsafgreiðslu birtast á neðri lista á yfirlitssíðu greiðslumatskerfisins þegar umsækjandi hefur sent matið til lánveitanda.

Í sjálfsafgreiðslu skrifar umsækjandi rafrænt undir skilmála og öll gögn fyrir matið eru sótt. Helsti munur á gögnum í greiðslumati úr sjálfsafgreiðslu og á þjónustuvef eru upplýsingar um tekjur. Í sjálfsafgreiðslunni er lántaki búinn að skrifa rafrænt undir skilmála og þá er hægt að sækja upplýsingar um tekjur til rsk en á þjónustuvef þarf starfsmaður að slá inn tekjutölur.

Vinnsla greiðslumats

Greiðslumatinu er skipt í nokkra kafla; Lánstraust, Tekjur, Heimilið, Lánveiting, Veðbók, Fylgiskjöl, Samantekt og Stöðumat. Lánveitandi getur stillt í hvaða röð þetta birtist á þjónustuvef og einnig hvort nauðsynlegt sé að opna eitthvað af þessum síðum áður en starfsmaður getur lokað greiðslumati.

Yfirlitssíða

Á yfirlitssíðu birtast greiðslumöt sem starfsmaður lánveitanda er með í vinnslu og einnig er hægt að sjá greiðslumöt sem sviðið/fyrirtækið er með í vinnslu ef ýtt er á „Skoða allt“.
Í leitarboxinu er leitað að greiðslumötum út frá kennitölu. Þá finnast greiðslumöt sem viðkomandi hefur aðild að, bæði þau sem eru í vinnslu og kláruð. Hægt er að nálgast ókláruð greiðslumöt á þjónustuvefnum í 6 mánuði og kláruð í 2 ár.

Í neðri listanum á yfirlitssíðu eru greiðslumöt sem umsækjandi hefur stofnað í gegnum sjálfsafgreiðslu. Starfsmaður getur ekki unnið í greiðslumati á meðan það er í vinnslu hjá umsækjanda. Þegar umsækjandi hefur sent inn greiðslumatið getur starfsmaður hafið vinnslu og þá fer greiðslumatið á vinnslulista starfsmanns.

Lánstraust

Á þessari síðu eru upplýsingar úr VOG vanskilaskrá, lánshæfimat og yfirlit skulda úr skuldastöðukerfinu. Hægt er að nálgast pdf skjal fyrir vanskilaskrá og lánshæfismat.
Starfsmaður sér efst hvenær gögn eru sótt og getur uppfært ef hann vill fá nýrri gögn. Hægt er að breyta greiðslubyrði í skuldayfirlitinu og merkja ef greiða á upp lán. Ef starfsmaður gerir breytingar er hægt að fara í „Endurreikna“ til að sjá nýjar samtalstölur.

Tekjur

Á tekjusíðunni birtast tekjur umsækjanda síðustu 12 mánuði ef að umsókn er stofnuð í gegnum sjálfsafgreiðslu. Gögnin eru sótt í staðgreiðsluskrá frá rsk. Staðgreiðsluskrána í heild er að finna undir Fylgigögn.

Ef einhver launamánuður er óeðliegur getur starfsmaður tekið hann út, með því að merkja „sleppa“. Viðkomandi mánuður er þá ekki notaður í útreikning á meðallaunum á mánuði.

Ef umsókn er stofnuð á þjónustuvef þá setur starfsmaður inn launatölur síðustu 3 mánuði. Starfsmaður getur bætt við „Aðrar útborgðar tekjur“, s.s. barnabætur, leigutekjur og meðlagsgreiðslur. Hægt er að velja hvort þær upphæðir séu mánaðar- eða árstekjur.
Tekjur sem ekki eru í efri lista eru settar í „Viðbættar útborgaðar tekjur“. Hafi umsækjandi bætt við tekjum í sjálfsafgreiðslu þá birtast þær þarna undir.

Heimilið

Undir Heimilið eru settar upplýsingar sem eru nýttar í útreikning á neysluviðmiðum og rekstrarkostnað eigna. Lánveitendur nota mismunandi neysluviðmið, en starfsmaður getur breytt hvaða neysluviðmið eru miðað við í hverju mati; dæmigert, grunnviðmið, rauntölur eða sérviðmið lánveitveitenda. Hægt er að velja svæði búsetu sem hefur áfhrif á útreikning neysluviðmiðanna.

Upplýsingar um fjölskyldustærð eru sóttar í Þjóðskrá ef umsókn er stofnuð í sjálfsafgreiðslunni. Ef umsækjandi breytir upplýsingum um fjölskyldustærð þá kemur upphaflega gildið í sviga fyrir aftan reitinn.

Upplýsingar um fasteignir eru sóttar til Fasteignaskrár. Lánveitandi er með sjálfgefna stillingu á út frá hverju á að reikna rekstrarkostnað fasteigna, en starfsmaður getur breytt því fyrir hvert greiðslumat (fasteignamat, fasteignamat næsta árs, brunabótamati etc).

Fasteignamat næsta árs er aðgengilegt um leið og Þjóðskrá gefur út nýjar tölur, 31.maí ár hvert.

Ökutæki eru sótt til Samgöngustofu. Rekstrarkostnaður er samkvæmt reglugerð.
Hægt er að setja inn markaðsvirði ökutækis. Sú upphæð, ásamt „aðrar eignir“ (innistæður, verðbréf og annað) eru ekki notaðar í útreikning á greiðslugetu en koma fram í Samantektinni undir „nettó eigið fé“.

Lánveiting

Upplýsingar um nýju lánin eru sett inn í Lánveiting. Valin er tegund láns, vextir, greiðslumáti o.s.frv. Við skráningu láns verður greiðslubyrði á mánuði að koma fram.

Ef lánveitandi er með lánsumsókn í sjálfsafgreiðslukerfinu þá birtast þau lán sem umsækjandi setur inn hér.

Veðbók

Til að hægt sé að reikna veðbók fyrir fasteignir umsækjanda þarf starfsmaður fyrst að klára síðurnar Lánstraust og Heimilið.

Hakað er í þær eignir sem á að reikna út veðbók. Dæmi um veðbók er á myndinni hér fyrir neðan.

Fylgiskjöl

Öll fylgiskjöl sem umsækjandi bætir við í sjálfsafgreiðslukerfinu koma undir Fylgiskjöl. Einnig koma gögn frá rsk þar undir. Lánveitandi getur bætt við fylgiskjölum.

Samantekt

Samantekt sýnir yfirlit greiðslumatsins. Lesa þarf vel yfir samantektina því ekki er hægt að breyta greiðslumatinu eftir að það hefur verið staðfest og klárað.

Í samantektinni er m.a. hægt að skoða yfirlit skuldbindinga og þar kemur fram uppruni gagna. T.d hvaða gögn eru sótt í skuldastöðukerfið og hvað er innslegið.

Stöðumat

Ef að umsækjandi vill fara með áætlað greiðslumat á aðra staði, áður en kemur að lántöku þá getur starfsmaður látið hann fá stöðumat (pdf skjal). Stöðumatið er með fyrirvara um forsendur og niðurstöður og sýnir áætlaða mánaðarlega greiðslugetu.

Klára greiðslumat

Þegar starfsmaður er búinn með greiðslumat eru útbúin tvö pdf skjöl. Annars vegar einföld útgáfa fyrir umsækjanda og hinsvegar ítarlegt skjal fyrir lánveitanda. Í ítarlega skjalinu birtast allar athugasemdir sem starfsmaður hefur sett inn í matið, einnig er hægt að hafa þar upplýsingar um hvenær og hvaða starfsmaður vann í matinu.

Önnur virkni

Eyða greiðslumati

Ef eyða á greiðslumati þá er hægt að gera það neðst á öllum síðum í greiðslumatinu, „henda“.

Kláruð greiðslumöt eru í 2 ár á þjónustuvefnum, ókláruð í 6 mánuði.

ENDURNÝTA GREIÐSLUMAT

Hægt er að endurnýta greiðslumat ef nota á gögn úr eldra greiðslumati. Eldra greiðslumatið er þá klónað og búið til nýtt með sömu upplýsingum og fyrra matið.

UPPFÆRA GÖGN

Ef uppfæra þarf gögn í greiðslumatinu er hægt að gera það á hverri síðu fyrir sig eða undir Samantekt. Hægt er að uppfæra öll gögn nema launaupplýsingar (skuldastaða, vanskilaskrá, lánshæfismat, fasteignaskrá og ökutækjaskrá).

„LOKAГ GREIÐSLUMAT

Lánveitandi getur stofnað greiðslumat og haft það lokað, t.d. ef greiðslumeta á starfsmann lánastofnunarinnar. Einungis valdir starfsmenn hafa aðgang að þessum greiðslumötum og birtast þau ekki hjá starfsmönnum sem ekki eru með aðgang. Aðgangsstýring er hjá Creditinfo.
Athugið að merkja verður greiðslumatið áður en vinnsla hefst sem „Lokað“.

Senda greiðslumat tilbaka til umsækjandi

Þau greiðslumöt sem eru stofnuð í sjálfsafgreiðslu er hægt að senda tilbaka til umsækjanda með því að fara í „Endursenda umsókn“. Umsækjandi fær tölvupóst með skilaboðum frá starfsamanni með upplýsingum hvað vanti í umsóknina.

Þegar umsókn fer í vinnslu til umsækjanda getur starfsmaður ekki unnið í matinu fyrr en umsækjandi sendir umsóknina aftur til lánveitanda.

Þegar umsækjandi sendir matið aftur tilbaka fær það merkinguna „yfirfarið“ og starfsmaður getur haldið áfram.

Stillingar

Lánveitandi getur stillt ýmis atriði í kerfinu:

 • Lánveitandi getur stillt ýmis atriði í kerfinu:
 • Hvort gögn séu sótt sjálkrafa eða handvirkt
 • Hvort reikni eigi greiðslubyrði á yfirdráttarheimildir, kreditkort og fjölgreiðslur
 • Hvað eigi að nýta áður sótt gögn í marga daga
 • Setja varúðarálag á tekjur
 • Hvort reikna eigi greiðslubyrði á ökutæki úr notkun
 • Hvort miða eigi við dæmigert, grunnviðmið, rauntölur eða sérviðmið lánveitveitenda.
 • Hvort logo lánveitanda eigi að vera á niðurstöðuskjölum
 • Hvaða viðmið eigi að nota þegar reiknaður er rekstrarkostnaður fasteigna
 • (fasteignamat, fasteignamat næsta árs, brunabótamat)
 • Hvort eigi að undirrita lánsumsókn í lok ferils
 • Hvort megi undirrita einstaklinga á utangarðsskrá (bara hægt á þjónustuvef)
 • Hvort eigi að vera með viðskiptareglur á undan greiðslumati
 • Hvort lánveitandi vilja hafa sjálfasfgreiðslu lausn „þemaða“ (litir og logo lánveitanda)

Annað

 • Hámarksstærð á viðhengjum er 5 MB á þjónustuvef en 30 MB í vefþjónustunni. Leyfilegar skráartegundir í viðhengi eru:

.pdf

.doc

.docx

.xls

.xlsx

.tif

.tiff

.png

.jpg

.xps

.xml