Morgunblaðið fjallar um greiningu Creditinfo á veitingageiranum.
Afkoma fyrirtækja í veitingahúsarekstri sem skilað hafa ársreikningi fyrir árið 2018 var lakari en árið áður. Þetta kemur fram í greiningu sem Creditinfo vann á ársreikningum fyrirtækja í ISAT-flokknum „veitingastaðir“ eða „Krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h“. Fjallað var um greininguna í Morgunblaðinu sl. laugardag.
Í greininni kemur fram að meðalhagnaður fyrirtækja í veitingageiranum sem skilað hafa ársreikningi fyrir árið 2018 nam rúmlega 18 milljónum króna árið 2018 samanborið við rúmar 23,5 milljónir króna að meðaltali árið áður.
Einnig kemur fram að af þeim 865 fyrirtækjum sem voru á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2018 voru aðeins 20 í ofangreindum ISAT flokkum eða um 2,3% af öllum Framúrskarandi fyrirtækjum.
Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér fyrir neðan:


Creditinfo býður öllum aðgang að stærsta gagnagrunni fyrirtækjaupplýsinga á Íslandi án áskriftar. Hægt er að sækja nýja og gamla ársreikninga, upplýsingar um lánshæfi fyrirtækja, upplýsingar um endanlegt eignarhald og ýmislegt fleira með því að smella hér.