Upplýstar ákvarðanir í fjármálum eru mikilvægar bæði einstaklingum og fyrirtækjum og traustar, ábyggilegar og gagnlegar upplýsingar eru grundvöllur þess að hægt sé að taka góðar ákvarðanir á sviði fjármála.

  • Hversu traustur lántakandi ert þú eða fyrirtækið þitt?
  • Veist þú hvað þú eða fyrirtækið þitt skuldar?
  • Ert þú eða fyrirtækið þitt á vanskilaskrá?
  • Hvaða fyrirtæki vakta kennitölu þína eða fyrirtækis þíns?

Þú getur með einföldum og öruggum hætti sótt ýmsar gagnlegar upplýsingar til Creditinfo:

  • Lánshæfismat
  • Skuldastöðu
  • Yfirlit vanskilaskrár
  • Yfirlit vaktana á þér eða fyrirtækinu þínu

Það er einfalt og öruggt að skrá sig inn á Mitt Creditinfo. Auðkenning fer fram með rafrænum skilríkjum eða með aðgangs- og lykilorði sem þú færð send inn á heimabankann þinn.

Ábyrg meðferð og vinnsla upplýsinga er hornsteinninn í starfsemi Creditinfo. Aukinn áhugi og ábyrgð einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda þegar kemur að persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er okkur fagnaðarefni. Við hvetjum þig til að kynna þér stefnu og meðferð persónuupplýsinga hjá okkur.