Veist þú hverijr standa á bak við fyrirtækin sem þú ert í viðskiptum við? Ertu með yfirsýn yfir tengsl þeirra fyrirtækja sem þú starfar með?

Hjá Creditinfo er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um eigendur íslenskra fyrirtækja og tengsl þeirra. Upplýsingarnar eru aðgengilegar í gegnum þjónustuvef Creditinfo fyrir áskrifendur og hægt er að nálgast þær án áskriftar í gegnum vefverslun Creditinfo. Ef þú vilt nálgast upplýsingar um sögulega hlutafélagaþátttöku einstaklinga eða panta áreiðanleikaskýrslu stjórnenda getur þú pantað hana sérstaklega með því að hafa samband við okkur.

Áður en þú flettir upp upplýsingum um tengsl og eignarhald félaga er mikilvægt að huga að því hvaða upplýsingum þú ert að sækjast eftir svo þú getir fundið skýrslu þér við hæfi. Hér fyrir neðan er hægt að finna ítarlegt yfirlit yfir þær skýrslur sem standa til boða um eignarhald og tengsl félaga hjá Creditinfo og í hvaða tilgangi er best að nota þær.

Hvaða einstaklingar standa á bak við félagið?

Endanlegir eigendur

Algengt er að einstaklingar eigi fyrirtæki í gegnum önnur félög. Slík tengsl geta verið flókin og því getur reynst erfitt að finna nákvæmlega hvaða einstaklingar standa á bak við félög og hversu mikinn hlut þeir eiga í þeim. Með Endanlegum eigendum er hægt að finna ítarlegar upplýsingar um þá einstaklinga sem raunverulega eiga félög og hversu stór hlutur þeirra er. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar úr hlutafélagaskrá.

Sýniseintak: Endanlegir eigendur

Viltu sjá endanlegt yfirlit yfir eignir félagsins?

Endanleg eign í félögum

Eign félaga í öðrum félögum getur einnig verið flókin. Með Endanlegum eignum í félögum er hægt að finna upplýsingar um félag sem tiltekinn lögaðili á hlut í og jafnframt upplýsingar um öll þau félög sem viðkomandi tengist í gegnum eignarhluti þess félags. Með skýrslunni hefur þú því ítarlega yfirsýn yfir þær eignir sem viðkomandi félag hefur eignarhald í.

Sýniseintak: Endanleg eign í félögum

Hverjir eru skráðir aðstandendur félagsins?

Hlutafélagaskrá

Hlutafélagaskrá birtir upplýsingar um helstu aðstandendur félags, tilgang þess, skráð hlutafé og hverjir skipa stjórn þess. Hlutafélagaskráin er uppfærð daglega og hægt er að vakta breytingar á skráningum félags með Fyrirtækjavaktinni sem er innifalin í áskrift að kerfum Creditinfo.

Sýniseintak: Hlutafélagaskrá

Viltu vita hverjir stofnuðu félagið?

Hlutafélagaþátttaka

Skýrsla um hlutafélagaþátttöku inniheldur upplýsingar um tengsl einstakra aðila við félög sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Þar má einnig sjá stöðu aðila hjá félaginu, svo sem hvort viðkomandi er stjórnarformaður, varamaður, framkvæmdastjóri, prókúruhafi, endurskoðandi eða stofnandi. Einnig er hægt að sjá yfirlit yfir stofnendur félags.

Sýniseintak: Hlutafélagaþátttaka

Viltu ítarlega skrá yfir þau félög sem stjórnendur félagsins tengjast?

Tengslaskýrsla

Með Tengslaskýrslu er hægt að sjá samantekt á upplýsingnum um tengsl framkvæmdastjóra og stjórnarformanns félags við önnur félög. Fram koma meðal annars upplýsingar um eigendur og hluthafa, hlutafélagaþátttöku stjórnarformanns og framkvæmdastjóra og dóttur- og hlutdeildarfélög, ásamt ársniðurstöðum tengdra félaga.

Sýniseintak: Tengslaskýrsla

Viltu vita hvaða félögum þú tengist?

Mín fyrirtæki á Mitt Creditinfo

Ef þú tengist fyrirtæki getur þú nálgast upplýsingar um eðli þeirra tengsla í gegnum mittcreditinfo.is. Þar getur þú séð yfirlit yfir þau félög sem tengjast þér í gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð. Þessi þjónusta er án endurgjalds, nema annað sé tekið fram og er þá hægt að greiða fyrir með kreditkorti.

Nánari upplýsingar um þín fyrirtækjatengsl

Viltu kanna bakgrunn einstaklings?

Áreiðanleikaskýrsla stjórnenda

Áreiðanleikaskýrsla felur í sér greiningu á hlutafélagaþátttöku tiltekins einstaklings og yfirlit yfir sögu hennar. Að auki inniheldur skýrslan samantekt á fjölmiðlaumfjöllun á umræddu tímabili. Skýrslan nýtist vel þegar tekin er ákvörðun um að ráða stjórnendur til starfa eða annað mikilvægt starfsfólk. Einnig er hægt að panta sérstaklega yfirlit yfir sögulega hlutafélagaþátttöku einstaklings og samantekt á fjölmiðlaumfjöllun um einstaklinga. Hafðu samband við okkur ef þú vilt panta áreiðanleikaskýrslu stjórnenda.

Sýniseintak: Áreiðanleikaskýrsla


Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur spurningar eða athugasemdir um vörur og þjónustu Creditinfo.