Hefur þú yfirsýn yfir þær fréttir sem hafa verið birtar um þitt fyrirtæki? Veist þú hvernig þú stendur í samanburði við önnur fyrirtæki í sömu atvinnugrein? Eru jöfn kynjahlutföll hjá talsmönnum þíns fyrirtækis í sjónvarps- og útvarpsfréttum?

Hægt er með einföldum hætti að ná utan um allar fréttir sem hafa birst um þitt fyrirtæki á árinu sem er að líða með Fjölmiðlaskýrslu Creditinfo.

Í skýrslunni er að finna þróun fjölda frétta á hveru ári fyrir sig samanborið við árið á undan, hvernig þær fréttir skiptast á milli ljósvakamiðla, prentmiðla og netmiðla, samanburð á milli fyrirtækja innan sömu atvinnugreinar og margt fleira.

Meðal nýjunga í skýrslunni er fréttaskor um fyrirtækið þitt og greining á kynjaskiptingu viðmælenda í ljósvakafréttum.

Smelltu hér til að panta skýrslu.

Í Fjölmiðlaskýrslu Creditinfo má meðal annars finna:

  • Þróun fjölda frétta tvö ár aftur í tímann.
  • Skipting frétta á milli ljósvakamiðla, prentmiðla og netmiðla.
  • Tengingar netmiðlafrétta við Facebook og listi yfir vinsælustu fréttir ársins um þitt fyrirtæki.
  • Samanburður á milli lögaðila innan sömu atvinnugreinaflokkunar (ÍSAT).
  • Listi sem sýnir hvar þið standið í fréttafjölda í samanburði við alla lögaðila á Íslandi.
  • Yfirlit sem sýnir fyrirsagnir allra frétta um þitt fyrirtæki.
  • Fréttaskor um þitt fyrirtæki. Fréttaskor gefur raunsæja mynd af því hversu mikið vægi fréttin hefur fyrir ímynd ykkar. Það segir til um hvort fréttin sé virkilega um ykkur, eða hvort umfjöllunin sé um annað. Hér er hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar um fréttaskorið.
  • Kynjaskipting viðmælenda í ljósvaka. Hægt er að bera saman hvernig kynjahlutföll viðmælenda frá þínu fyrirtæki er í ljósvakamiðlum í samanburði við önnur fyrirtæki og öll fyrirtæki.

Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli.