Lánshæfismat Creditinfo hjálpar þér að taka betri ákvarðanir um þína viðskiptavini.

Nú er öllum fært að kanna upplýsingar um lánshæfi fyrirtækja á heimasíðu Creditinfo án áskriftar. En hvernig nýtist lánshæfismat fyrirtækja við ákvarðanatöku?

Áður en viðskiptasamband hefst er öllum mikilvægt að draga fram eins ítarlegar upplýsingar um viðskiptavininn og kostur er á. Með stórauknu aðgengi að upplýsingum er í auknum mæli hægt að treysta á hlutlausar upplýsingar við ákvarðanatöku í stað huglægs mats.

Ein verðmætasta vísbendingin um fjárhagslegt heilbrigði fyrirtækja er lánshæfismat þess. Ástæðan er sú að lánshæfismatið byggir á stærsta safni viðskiptaupplýsinga hérlendis og metur líkur á vanskilum fram í tímann.

Lánshæfismatið er einkunn á skalanum eitt til tíu sem segir til um hversu líklegt er að fyrirtæki fari í vanskil á næstu tólf mánuðum. Fyrirtæki í flokki tíu eru líklegust til að fara í vanskil en fyrirtæki í flokki eitt eru ólíklegust.

Upplýstari ákvarðanir

Kostirnir við uppflettingu lánshæfismats fyrirtækja eru miklir þegar kemur að því að leggja mat á hversu áhættusöm viðskipti eru.

  • Ef þú þarft að taka ákvörðun um hvort veita eigi viðskiptavini úttektarheimild þá getur þú stillt slíka heimild út frá líkunum á því að viðkomandi viðskiptavinur fari í vanskil.
  • Ætlir þú í stórar framkvæmdir þá er hægt að sigta út framkvæmdaraðila sem eru með slæmt lánshæfismat og hefja aðeins viðræður við þá sem eru líklegastir til að standa við skuldbindingar sínar.
  • Með því að taka saman lánshæfismat allra þinna viðskiptavina ertu með mun betri yfirsýn yfir hversu líklegt það er að fyrirtæki þitt tapi kröfum.
  • Ólíkt t.d. upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja er lánshæfismatið reiknað daglega. Það þýðir að lánshæfiseinkunnin er kvikur mælikvarði á rekstrarhæfi fyrirtækis.

Á hvaða gögnum byggir lánshæfismat fyrirtækja?

Líkt og hefur komið fram byggir lánshæfismat Creditinfo á stærsta gagnagrunni viðskiptaupplýsinga á Íslandi. Myndin hér fyrir neðan sýnir helstu gagnalindir lánshæfismatsins og hvaða vægi hver þeirra hefur í matinu.

Hér er hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar um lánshæfismatið og notkunarmöguleika þess.