Skeljungur hefur áratuga langa sögu af því að þjóna orkuþörf íslenskra fyrirtækja með fjölbreyttum hætti. Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki eru í reikningsviðskiptum við Skeljung og því krefst innheimta krafna frá viðskiptavinum félagsins mikils skipulags og aga af hálfu starfsmanna á fjármálasviði Skeljungs.

Skeljungur hefur verið áskrifandi að Viðskiptasafninu um árabil og hefur vöktun á lánshæfi, vanskilastöðu og greiðsluhegðun viðskiptavina félagsins reynst Skeljungi mjög vel að mati Lovísu Þórðardóttur, aðalbókara Skeljungs. „Vöktun með Viðskiptasafninu skilar sér strax,“ segir Lovísa. „Við erum með stóra viðskiptavini í okkar safni og getum tapað miklu ef við töpum kröfum frá einhverjum þeirra. Það sparar okkur alltaf peninga að hafa þetta verkfæri í höndunum.“

Aðhaldið hefur mikið að segja

Viðskiptasafnið gerir viðskiptavinum Creditinfo kleift að vakta breytingar sem kunna að verða á lánshæfi og vanskilastöðu viðskiptavina og tilkynnir daglega um þær í tölvupósti. Á þjónustuvef Creditinfo gefst áskrifendum síðan kostur á að fá yfirsýn yfir dreifingu á áhættu í sínu safni og tekið út lista yfir áhættusama viðskiptavini.

„Þetta aðhald sem Viðskiptasafnið veitir hefur mikið að segja,“ segir Lovísa. „Frá því að við gerðumst áskrifendur hafa afskriftir minnkað verulega. Það er svakalega mikill árangur sem skapast af því að vakta viðskiptavini með þessum hætti. Þótt aðstæður í þjóðfélaginu hafa verið óvenjulegar síðastliðin ár þá gerir maður sér alveg grein fyrir því að verkfærin sem maður hefur í höndunum og hvernig maður beitir þeim hefur klárlega áhrif á hversu margar og hversu háar kröfur við afskrifum.“

Miðlun greiðsluhegðunarupplýsinga gagnlegur valkostur

Áskrifendur að Viðskiptasafninu sem miðla greiðsluhegðunarupplýsingum geta sett útistandandi kröfur í samhengi við lánshæfismat skuldara. Það þýðir að hægt er að meta með nákvæmari hætti en áður hver áhættan er á töpuðum kröfum. Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem miðla upplýsingum um greiðsluhegðun sinna viðskiptavina og getur starfsfólk Skeljungs því skoðað greiðsluhegðun viðskiptavina sinna í samhengi við lánshæfi þeirra. „Það er mjög mikilvægt að nýta þennan valmöguleika að mínu mati og sérstaklega gagnlegt að geta sótt upplýsingarnar í Excel,“ segir Lovísa.

Hún bætir því við að miðlun greiðsluhegðunarupplýsinga gerir fjármáladeild Skeljungs kleift að taka út sérstaklega hóp af áhættusömum viðskiptavinum til frekari afgreiðslu. „Þetta skjal er listi yfir alla sem ég þarf að fylgjast með og skoða,“ segir Lovísa. „Fyrsta vísbending kemur frá Creditinfo um hvaða kúnna ég þarf að setja á listann. Í Viðskiptasafninu er hægt að flokka lögaðila og einstaklinga eftir því hvort þeir séu á vanskilaskrá eða með slæmt lánshæfismat. Eftir eindaga nýti ég þennan valmöguleika til að keyra áfram reglubundnar lokanir. Þessir aðilar sem eru á vanskilaskrá – þeim vil ég loka strax. Viðskiptasafnið nýtist mér sérstaklega vel vegna þess að það er tengt greiðsluhegðunarupplýsingum um viðskiptavini okkar.“

Betri yfirsýn yfir áhættu í safninu

Með Viðskiptasafninu er ekki einungis hægt að fá tilkynningar um breytingar á stöðu viðskiptavina heldur er einnig hægt að greina áhættu í öllu viðskiptasafninu á einum stað. „Auðvitað er ekki hægt að koma í veg fyrir allar tapaðar kröfur,“ segir Lovísa, „en með því að nýta Viðskiptasafnið getur maður verið sáttur við að hafa aflað sér allra nauðsynlegra upplýsinga til að lágmarka áhættuna.“

„Viðskiptasafnið gerir þér fært að greina betur stöðuna og hjálpar þér að átta þig á því hvernig áhættan er t.d. út frá greiðsluhegðun viðskiptavina. Þetta er mikilvægt verkfæri í mínu starfi og svo er það líka þannig að starfið mitt verður bara skemmtilegra fyrir vikið,“ segir Lovísa að lokum.


Ef frekari spurningar um Viðskiptasafnið vakna hvetjum við þig til að hafa samband.