Sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja birtast á fjölmörgum stöðum og á mismunandi tíma. Stór fyrirtæki birta gjarnan mikið magn sjálfbærniupplýsinga í ársskýrslum á meðan smá og meðalstór fyrirtæki birta minna magn upplýsinga. Það þýðir hins vegar ekki að upplýsingarnar séu ekki til eða ekki sé hægt að meta þá áhættu sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærnimálum. ​

Sjálfbærniviðmót Creditinfo kallast Vera. Vera notar gögn, líkön og sérfræðiþekkingu Creditinfo til að gefa notendum sínum glögga mynd af sjálfbærnimálum fyrirtækja, hvort sem hún snýr að umhverfismálum, félagslegum þáttum eða stjórnarháttum. ​

Vera býður fyrirtækjum upp á að uppfæra sín gögn svo þær upplýsingar sem notendur Veru, sem svo skoða fyrirtækin, séu hvað réttastar.​

Vera virkar fyrir öll íslensk fyrirtæki, óháð stærð, starfsemi eða hversu mikið af sjálfbærniupplýsingum þau hafa tekið saman.​ Vera getur birt yfirlit yfir 40.000 íslensk fyrirtæki.

Vera vaktar fjölmiðla, dómsmál, losun gróðurhúsalofttegunda svo fátt eitt sé nefnt og er frábært tól fyrir fyrirtæki til að koma sínu sjálfbærniefni á framfæri.​

Vera nýtir einnig kraft fjölmiðla til að vakta málaflokkinn og hvort fyrirtæki séu að birtast í fréttum tengt málaflokknum.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þá helstu eiginleika sem Vera hefur upp á að bjóða.

Hver má uppfæra upplýsingar um mitt fyrirtæki?

Hægt er með einföldum hætti að uppfæra upplýsingar um fyrirtæki í Veru í gegnum Mitt Creditinfo. Hafi fyrirtækið ábyrgðaraðila innan sinna raða sem hefur sjálfbærnimál á sinni könnu getur sá aðili fengið eigendaaðgang að Veru. Það fer fram á þann veg að prókúruhafi eða stjórnarmaður fyrirtækis veitir þeim sérfræðing sem með málaflokkinn fer aðgang með einföldum hætti í gegnum Mitt Creditinfo. Sá sérfræðingur getur í kjölfarið uppfært upplýsingarnar svo þær endurspegli fyrirtækið og rekstur þess sem best.

Tengiliður sjálfbærnimála hjá fyrirtækjum

Fyrirspurnir til fyrirtækja geta átt það til að lenda hjá röngum aðilum sem ekki endilega geta svarað spurningum á fullnægjandi máta. Þetta getur átt sér stað í birgjamati eða öðrum ferlum þar sem verið er að skoða sjálfbærnimál fyrirtækja. Einnig getur það verið nokkuð tímafrekt að finna út hver er ábyrgðaraðili yfir málaflokknum innan fyrirtækja. ​

Vera aðstoðar við þetta ferli með að bjóða fyrirtækjum upp á að skilgreina hvaða aðili er ábyrgur innan sinna raða og hvernig er best að hafa samband við þann aðila. Þetta auðveldar öllum samskiptin og gerir upplýsingaflæði skilvirkara og fljótlegra.

Losun gróðurhúsalofttegunda

Flest fyrirtæki eru ábyrg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, annaðhvort með beinum eða óbeinum hætti. Mörg fyrirtæki þekkja hversu mikil losunin er og hvar hún á sér stað. Vera getur áætlað losun frá rekstri fyrirtækja með því að þekkja þá atvinnugrein sem fyrirtæki eru í og tekjur þeirra. Viti fyrirtæki hinsvegar hver losunin er, er mögulegt að uppfæra upplýsingarnar í Veru til að miðla ítarlegri upplýsingum út á markaðinn.​

Losunarkræfni, hvað er það?

Losun gróðurhúsalofttegunda getur gefið vísbendingu um hagkvæmni í rekstri fyrirtækja. Hinsvegar er það svo að tvö fyrirtæki geta losað jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum frá sínum rekstri, en annað þeirra losar mun minna í hlutfalli við tekjur. Losunarkræfni gefur þetta til kynna, hversu mikið fyrirtæki eða atvinnugrein losar af gróðurhúsalofttegundum til að skapa sér tekjur. Í Veru er einingin tonn af koldíoxíðígildum á hverja milljón í tekjur notuð.

Vera gefur notendum sínum upplýsingar um meðal losunarkræfni þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtæki starfa í. Þær upplýsingar geta opnað á samtal á milli fyrirtækis og til dæmis fjárfestis eða lánveitanda þar sem fyrirtæki getur sýnt að losun þess er minni en gengur og gerist. Vera gefur losunarkræfni atvinnugreina upp á skala sem þægilegt er fyrir notanda að skilja og lesa.

Sjálfbærniáhættur og tækifæri

Sjálfbærniáhætta er fjárhagsleg áhætta sem getur skapast sé viðeigandi sjálfbærniþáttum ekki stýrt af fyrirtækjum. Sjálfbærniáhætta er mismunandi eftir atvinnugreinum. Þeir þættir sem skilgreinast sem sjálfbærniáhætta eru þættir sem geta valdið fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtæki sé þeim ekki stýrt. Sustainability Accounting Standards Board (SASB) sem nú er hluti af IFRS hefur skilgreint á þægilegan máta hvaða sjálfbærniþættir eru mikilvægir innan hverrar atvinnugreinar og hvers vegna. Slíkt yfirlit er mikilvægt fyrir fyrirtæki svo þau getir stýrt viðeigandi þáttum í stað þess að einblína á þætti sem skipta litlu máli í þeirra samhengi. ​

Vera birtir notendum sínum yfirlit yfir viðeigandi sjálfbærniþætti og flokkar einnig sérstaklega þá þætti sem teljast sem loftslagsáhættur.​

Teljist sjálfbærniþættir sem loftslagsáhættur segir Vera einnig hvernig loftslagsáhættu um ræðir. Loftslagsáhættur eru helst skilgreindar sem raunlægar (e. Physical) eða umbreytinga (e. Transition). Raunlæg áhætta birtist fyrirtækjum t.d. með breyttu veðurfari á meðan umbreytingaáhætta birtist fyrirtækjum í formi stefnu- og lagabreytinga.  ​

Vera aðstoðar þig við að skilja hvaða sjálfbærniáhættuþættir og tækifæri eiga við þína starfsemi.

Sjálfbærni í virðiskeðjunni

Með opinberum gögnum er hægt að kortleggja við hvaða lönd atvinnugreinar eiga helst viðskipti við. Vera birtir slíka áætlun en gerir sér fyllilega grein fyrir því að í tilfelli margra fyrirtækja eru viðskiptalöndin önnur en þau sem einkenna atvinnugreinina í heild sinni. Í Veru býðst fyrirtækjum að uppfæra þessar upplýsingar og um leið öðlast mun dýpri skilning á þeim aðstæðum sem eru í þeim löndum. ​

Séu upplýsingar um helstu viðskiptalönd uppfærðar má smella á heiti landanna í viðmótinu og lesa nánar um þróun Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna innan þeirra.​

Með þessum hætti má fá mun betri skilning á ýmsum mögulegum áhættuþáttum í virðiskeðju þíns fyrirtækis ofar eða neðar í virðiskeðjunni.

Sjálfbærniumfjöllun fyrirtækis í fjölmiðlum

Með Fjölmiðlavakt Creditinfo er mögulegt að finna fréttir sem tengjast sjálfbærni þegar fjallað er um þitt fyrirtæki. Sjálfbærnivaktin nær því einungis í fréttir sem tengjast sjálfbærnimálum fyrirtækja en lætur önnur mál vera. Vera nær því að nýta krafta fjölmiðla með gífurlega áhrifaríkum hætti því hver er betri að fjalla um og vekja athygli á fréttnæmum þáttum úr starfsemi fyrirtækja en fjölmiðlar. ​

Í Veru er mögulegt að fylgjast bæði með sjálfbærniumfjöllun um öll fyrirtæki á Íslandi og önnur fyrirtæki í sömu atvinnugrein. Það getur nefninlega verið upplýsandi að sjá hvað önnur félög í sömu atvinnugrein eru að gera fréttnæmt í málaflokknum, sérstaklega ef um er að ræða málefni sem búist er við að hafi áhrif á það fyrirtæki sem þú ert að skoða í Veru.

Sjálfbærniumfjöllun helstu viðskiptalanda í fjölmiðlum

Eins og nefnt var að ofan getur Vera sýnt hvaða lönd atvinnugreinar eiga helst viðskipti við. Það er þó svo að í mörgum tilvika eiga fyrirtæki viðskipti við önnur lönd og hafa uppfært þessar upplýsingar. Vera nýtir gögn úr Fjölmiðlavakt Creditinfo til að fylgjast með sjálfbærniumfjöllun í þeim löndum sem fyrirtæki eiga helst viðskipti við. ​

Hafi fyrirtæki uppfært helstu viðskiptalönd sín gefst þeim tækifæri á að þekkja mun betur hvaða aðstæður eru í þeirra viðskiptalöndum og hvaða þróun er að eiga sér stað í þeim löndum. Oft geta slíkar upplýsingar nýst til ákvörðunartöku varðandi helstu birgja og hvernig útflutningi skal háttað.

Tengd skjöl

Fyrirtæki birta upplýsingar tengdar málaflokknum á ýmsum stöðum og skýrslum. Það getur reynst erfitt fyrir greinendur á mörkuðum að nálgast öll þau skjöl þar sem þau eru sjaldnast á einum og sama staðnum á vefnum. Fyrirtæki hafa í mörgum tilfellum fengið vottanir sem þau vilja koma á framfæri, hvort sem um ræðir jafnlaunavottun, umhverfisvottun eða aðrar viðurkenningar. Slíkar skýrslur, vottanir og viðurkenningar er hægt að hengja á svæði fyrirtækis svo aðgengi að þeim verði sem best fyrir áhugasama. ​

Dómsmál

Vera sýnir þér hvort félag hafi birst í dómsmálum síðustu ára. Hún sýnir einnig hvort stór eigandi í félaginu (með 10% hlut eða stærri) eða félag í eigu þess félags sem skoðað er (aftur með 10% mörk) birtist í dómsmálum.

Þannig gefur Vera betri innsýn inn í hegðun fyrirtækja og sögu þeirra og tengdra félaga en aðrar leitarvélar dómstóla.

Fjölbreytileiki

Fjölbreytni fyrirtækja skiptir máli. Ýmsar rannsóknir sýna að fjölbreytni starfsfólks í víðum skilningi skili sér í margskonar ábata fyrir fyrirtæki.

Vera býr yfir upplýsingum varðandi kynjaskiptingu stjórna og æðsta stjórnanda fyrirtækja. Fyrirtæki geta svo uppfært þessar upplýsingar, t.d. með kynjahlutföllum starfsfólks í heild.


Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á Veru fyrir þitt fyrirtæki.