Hægt er að skrá nýjar kröfur í innheimtukerfið á tvennan hátt. Annars vegar með innslætti á gögnum og hins vegar með sjálfvirkum hætti í gegnum vefþjónustur eða tengingu við kröfupott Reiknistofu Bankanna.

Þegar krafa er skráð með innslætti í kerfið skiptist ferlið í þrjú skref þar sem upplýsingar kröfuhafa og aðila eru m.a. sóttar úr þjóð- og fyrirtækjaskrá. Byrjað er á því að smella á hnappinn „Nýskrá kröfu“ sem er staðsettur efst á vefnum.

Aðilar að málinu

1. Byrjið á að velja kröfuhafa. Hægt er að leita eftir nafni og kennitölu. Fimm stærstu kröfuhafarnir í kerfinu birtast sjálfkrafa í listanum.

2. Veljið næst aðila kröfunnar og skilgreinið stöðu þeirra (aðalskuldari, meðskuldari, ábyrgðarmaður, fyrirsvarsmaður o.s.frv.). Þegar aðila hefur verið bætt við kröfu er val um að sækja stöðu viðkomandi á vanskilaskrá. Ef um lögaðila er að ræða er hægt að fletta upp fyrirsvarmanni úr fyrirtækjaskrá, sjá nánar hér.

Helstu forsendur kröfu

3. Næst eru grunnforsendur kröfunnar setta inn. Þær eru t.d. tegund (reikningur, skuldabréf, húsfélagsgjöld o.s.frv.), gjaldskrá innheimtulauna, tilvísunarnúmer og lýsing. Kerfið velur sjálft dómstól og embætti út frá póstfangi aðalskuldara og fyrningarfrest kröfu út frá tegund hennar. Slíkt sparar innslátt en notendur geta þó ávallt breytt upplýsingum að vild.

Höfuðstóll og veð

4. Að lokum eru skráðar inn upplýsingar um höfuðstól kröfunnar ef um reikninga er að ræða en forsendur skuldabréfs og veð ef tegund kröfu er veðskuldabréf.

Þegar búið er að vista upplýsingarnar þá birtist krafan í Kröfulistanum. Fyrir hverja kröfu má svo alltaf nálgast ítarlegar upplýsingar um stöðu hennar, forsendur sem liggja að baki og málssögu.

Innheimtukerfi Creditinfo er nútímalegt og skilvirkt innheimtukerfi fyrir lögmenn sem leysir IL+ af hólmi. Kerfið er auðvelt í notkun og aðgengilegt á vefnum þannig að öll þróun og breytingar skila sér beint til notenda. Innheimtukerfið heldur utan um löginnheimtu og býður uppá samþættingu við aðra þjónustu Creditinfo, svo sem vanskilaskrá, eignaleit, hlutafélaga- og þjóðskrá.