Atvinnulífið kallar í síauknum mæli eftir skilvirkum lausnum sem geta mætt þörfum viðskiptavina með skjótum og öruggum hætti. Fyrirtæki sem geta afgreitt viðskiptavini sína hratt í gegnum netið eru líklegri til að fjölga viðskiptavinum og auka við ánægju núverandi viðskiptavina en önnur fyrirtæki.

Creditinfo býður upp á einfalda og örugga þjónustu fyrir fyrirtæki sem vilja taka sjálfvirkar ákvarðanir um kjör og heimild viðskiptamanna sinna. Viðskiptareglur Creditinfo er lausn sem stuðlar að skilvirkri þjónustu og byggir á gögnum úr stærsta gagnasafni viðskiptaupplýsinga á Íslandi

Kostirnir við viðskiptareglur Creditinfo eru fjölmargir og geta þær nýst við margs konar krefjandi verkefni.

  • Viðskiptareglur draga úr hættunni á mannlegum mistökum. Það býður hættunni heim þegar starfsmenn þurfa að fara handvirkt yfir stöðluð gögn. Sjálfvirkar lausnir skila nákvæmari niðurstöðum á mun skemmri tíma.
  • Afgreiðsla verður umtalsvert hraðari með sjálfvirkum ferlum. Mál sem hefðu annars tekið nokkra daga í afgreiðslu leysast á örfáum sekúndum með viðskiptareglum Creditinfo.
  • Þegar fyrirtæki leggja áherslu á að gera staðlaða ferla sjálfvirka þá skapast aukið rými fyrir starfsmenn til að þjónusta flóknari mál fyrir viðskiptavini. Starfsmenn fá verkefni sem eru meira krefjandi og starfsánægja eykst.
  • Viðskiptavinir finna fljótlega fyrir bættri þjónustu með aukinni sjálfvirknivæðingu. Afgreiðsla verður hraðari og starfsmenn hafa meiri tíma til að sinna viðskiptavinum með sérþarfir.

Hér er að finna dæmi um hvernig viðskiptavinir Creditinfo nýta viðskiptareglur:

Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á Viðskiptareglum Creditinfo fyrir þitt fyrirtæki.