Creditinfo hefur að geyma stærsta safn viðskiptaupplýsinga á Íslandi. Með áskrift þinni getur þú aflað þér ítarlegra upplýsinga um íslensk og erlend fyrirtæki sem styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Hægt er að fá m.a. upplýsingar um lánshæfi og vanskil aðila, eignarhald og tengsl félaga auk ársreikninga félaga.  

Þegar þú skráir þig inn á þjónustuvefinn getur þú slegið inn nafn fyrirtækis eða einstaklings í leitarglugga efst á síðunni. Einnig er hægt að slá inn .is lén og kanna hvaða fyrirtæki er á bak við lénið. 

Á forsíðunni er einnig hægt að sjá nýjustu upplýsingar úr Fyrirtækjavaktinni. Með henni er hægt að vakta þegar breytingar eiga sér stað á högum fyrirtækja sem þú vilt fylgjast með. Þá getur þú séð t.d. þegar fyrirtæki skila ársreikningi, breytingar í hlutafélagaskrá og eignarhaldi. Nánari upplýsingar um Fyrirtækjavaktina.  

Þar fyrir neðan er hægt að sjá upplýsingar um áður sótt gögn. Þetta yfirlit er gagnlegt ef þú vilt komast hjá því að stofna aftur til kostnaðar fyrir þau gögn sem þú sækir. 

Þegar þú sækir upplýsingar um fyrirtæki sérð þú fyrst grunnupplýsingar um fyrirtækið. Þ.e. kennitala, aðsetur, starfsemi, rekstrarform og póstnúmer. Ef fyrirtækið telst til Framúrskarandi fyrirtækja er hægt að sjá vottun þess efnis.  

Undir „Setja í vakt“ er annað hvort hægt að bæta fyrirtækinu við í Fyrirtækjavakt eða í Viðskiptasafnið. Þar fyrir neðan er hægt að sjá nýjustu breytingar sem orðið hafa á högum fyrirtækisins. 

Nýjustu fréttir um fyrirtækið í fjölmiðlum eru aðgengilegar þar fyrir neðan. Hægt er að kaupa stakar fréttir með því að smella á fréttina sem þú vilt kaupa og velja „Opna frétt“. 

Kynntu þér nánar Fjölmiðlavakt Creditinfo.

Neðst niðri getur þú séð hvaða gögn þú hefur áður sótt um fyrirtækið. 

Hægra megin á síðunni getur þú valið um þær upplýsingar sem þú vilt sækja um fyrirtækið. Stofnað er til kostnaðar þegar smellt er á hvern og einn lið en nánari upplýsingar um kostnað er að finna í verðskrá.  

Hér fyrir neðan getur þú lesið um allar þær upplýsingar sem þú getur sótt:

Fyrirtækið 

Lánshæfisskýrsla 

Lánshæfisskýrslan er ítarlegasta skýrslan sem hægt er að sækja um fyrirtækið enda samanstendur hún af mörgum skýrslum. Í henni er hægt að sækja lánshæfismat fyrirtækisins, upplýsingar um vanskila- og uppboðsmál, greiðsluhegðun, upplýsingar úr hlutafélagaskrá, lykiltölur úr ársreikningum síðustu fimm ára og fjölmiðlaumfjöllun síðustu 12 mánaða.  

Ársreikningaskýrsla 

Ársreikningaskýrslan sýnir upplýsingar úr ársreikningum síðustu fimm ára auk helstu kennitalna úr rekstri fyrirtækisins á sama tímabili. Einnig er að finna lykiltölugreiningu á síðasta ársreikningi til samanburðar við atvinnugreinina sem fyrirtækið starfar í.  

Sjá sýniseintak

Ársreikningar 

Undir ársreikningum er hægt að sækja alla þá ársreikninga sem fyrirtækið hefur skilað. Hægt er að sækja skannað eintak af frumritinu og innslegið eintak. Sækir þú innslegið eintak getur þú sótt rekstrarniðurstöður síðustu tveggja ára á Excel skjali, nálgast samanburð við atvinnugreinina sem fyrirtækið starfar í og lykiltölugreiningu á fyrirtækinu.  

Sjá sýniseintak

Skönnuð skjöl 

Hér er hægt að nálgast ýmis skjöl sem tengjast fyrirtækinu líkt og stofngögn, samþykktir, samrunagögn og tilkynningar um breytingar á stjórn, framkvæmdastjórn eða prókúru.  

Lánstraust 

Lánshæfismat 

Undir Lánshæfismati er hægt að sjá hvert lánshæfismat viðkomandi fyrirtækis er, hvernig það hefur þróast yfir síðustu 19 mánuði og hvernig það er í samanburði við önnur fyrirtæki í sömu atvinnugrein. Hægt er að sjá lykiltölur úr ársreikningum, fjöldi hluthafa, dóttur og hlutdeildarfélaga auk annarra ítarupplýsinga um fyrirtækið. 

Sjá sýniseintak

Hvernig nýtist lánshæfismat við ákvarðanatöku?

Greiðsluhegðun 

Í skýrslunni er hægt að sjá hvernig greiðsluhegðun viðkomandi fyrirtækis hefur þróast síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá hver greiðsluhegðunin er að jafnaði, hver hún er gagnvart þínu fyrirtæki og hvernig hún er almennt í atvinnugreininni sem viðkomandi fyrirtæki starfar í.

Við vekjum athygli á því að áskrifendur Creditinfo sem miðla upplýsingum um greiðsluhegðun sinna viðskiptavina fá 40% afslátt af greiðsluhegðunarskýrslu.

Hvernig miðla ég upplýsingum um greiðsluhegðun?

VOG vanskilaskrá 

Hægt er að sjá hvort fyrirtæki sé í vanskilum og hvers eðlis þau vanskil eru. 

Hvenær á að fletta upp í vanskilaskrá og hvenær hentar betur að fletta upp lánshæfismati? 

Eignarhald og tengsl 

Hvaða skýrslur á að styðjast við þegar kanna á eignahald og tengsl félaga?  

Hluthafar 

Hér er hægt að sjá yfirlit yfir stærstu hluthafa og hver eignarhluti þeirra er. 

Sjá sýniseintak

Endanlegir eigendur 

Skýrslan um endanlega eigendur gengur skrefinu lengra og rekur hvaða einstaklingar standa að baki félaginu. Hægt er að sjá hver eignarhluti hvers og eins einstaklings er og í gegnum hvaða fyrirtæki eignartengslin eru. 

Sjá sýniseintak

Eign í félögum 

Endanlegir eigendur hefur að geyma upplýsingar um þann eða þá aðila sem raunverulega eiga fyrirtækið sem aflað er upplýsinga um og hversu stóran hluta hver og einn eigandi á. Eignarhald er rakið til einstaklinganna sem standa á bak við fyrirtæki sem ekki eru til eigendaupplýsingar fyrir. Endanlegir eigendur geta því auk einstaklinga til dæmis verið ríkissjóður eða lífeyrissjóðir. Innifaldar eru upplýsingar úr hluthafaskrá 

Endanleg eign í félögum 

Endanleg eign í félögum hefur að geyma upplýsingar um endanlega eign í fyrirtækjum tiltekins aðila. Þar birtast upplýsingar um félag sem tiltekinn einstaklingur eða lögaðili á hlut í og jafnframt upplýsingar um öll þau félög sem viðkomandi tengist í gegnum eignarhluti þess félags.  

Sjá sýniseintak

Hlutafélagaþátttaka 

Skýrsla um hlutafélagaþátttöku inniheldur upplýsingar um tengsl einstakra aðila við félög sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Þar má einnig sjá stöðu aðila hjá félaginu, svo sem hvort viðkomandi er stjórnarformaður, varamaður, framkvæmdastjóri, prókúruhafi, endurskoðandi eða stofnandi. 

Sjá sýniseintak

Tengslaskýrsla 

Skýrslan tekur saman öll þau félög sem fyrirtækið tengist með einum eða öðrum hætti og sýnir hvernig tengslunum er háttað. Einnig er yfirlit yfir hluthafa fyrirtækisins, eign þess í öðrum félögum auk hlutafélagaþáttöku stjórnarmanna og framkvæmdastjóra félagsins. 

Sjá sýniseintak

Hlutafélagaskrá 

Breytingasaga 

Skýrsla um allar breytingar sem orðið hafa í hlutafélagskrá hjá tilteknu fyrirtæki.  

Gildandi skráning 

Sýnir núverandi skráningu fyrirtækisins í hlutafélagaskrá. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um stjórnarmenn, framkvæmdastjórn, hverjir eru prókúruhafar, endurskoðendur og stofnendur félagsins. 

Sjá sýniseintak

Eldri skráningar 

Hér er hægt að sjá hver gildandi skráning fyrirtækisins var gagnvart hlutafélagaskrá á tilteknu tímabili. Hægt er að sækja skráningu fyrirtækis á tiltekinni dagsetningu allt frá 1. febrúar 2005.  

Eignir 

Fyrirtækjaskrá 

Sýnir tiltækar upplýsingar um fyrirtækið gagnvart Fyrirtækjaskrá. Þar er hægt að finna dagsetningu nýskráningar þess, lögheimili, ISAT atvinnugreinaflokkun og virðisaukaskattsnúmer. 

Fasteignaeign 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um þær fasteignir sem fyrirtækið á. 

Ökutækjaeign 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um þau ökutæki sem eru í eigu fyrirtækisins.  


Hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna um Þjónustuvef Creditinfo eða aðrar vörur.