Gunnar Gunnarsson forstöðumaður greiningar og ráðgjafar ræddi tölfræði um Framúrskarandi fyrirtæki 2019 í Viðskiptapúlsinum, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans þann 6. nóvember s.l.

Hagnaður veit­inga­húsa á Íslandi dróst sam­an um 67% milli ár­anna 2017 og 2018. Á þetta bend­ir dr. Gunn­ar Gunn­ars­son, for­stöðumaður grein­ing­ar og ráðgjaf­ar hjá Cred­it­in­fo í sam­tali í Viðskipta­púls­in­um, hlaðvarpi ViðskiptaMogg­ans.

„Það eru tveir þriðju hlut­ar af hagnaði í geir­an­um horf­inn,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann bend­ir sömu­leiðis á að þeir veit­ingastaðir sem vermt hafa lista yfir framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki á síðustu árum standi bet­ur að vígi en aðrir, nú þegar niður­sveifla hef­ur orðið í grein­inni.

„Ef maður skoðar veit­ingastaðina sem eru á list­an­um þá hef­ur rekst­ur þeirra verið til­tölu­lega stöðugur 2016, 2017 og 2018. Þar er ekki aug­ljóst að það bjáti eitt­hvað á.“

Þann 23. októ­ber kynnti Cred­it­in­fo nýj­an lista yfir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki árið 2019. Þau voru 874 en frá þeim tíma hafa fleiri bæst við og eru þau nú 887.

Nálgast má ít­ar­legt viðtal við Gunn­ar í Viðskiptapúlsinum, sem einnig er að finna á helstu hlaðvarps­veit­um, m.a. hjá Apple og Spotify.