Samfélagsábyrgð fyrirtækja var verðlaunuð í fyrsta sinn á Framúrskarandi fyrirtækjum 2017 og hlaut N1 verðlaunin. Viðurkenningin er veitt fyrirtæki sem þykir vera framúrskarandi í samfélagsábyrgð og hefur markað sér skýra stefnu og markmið í þessum málaflokki. Dómnefnd skipuð þremur aðilum valdi N1 af lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki og þótti N1 sýna framúrskarandi árangur á sviði samfélagslegrar ábyrgðar.

Samantekt frá Framúrskarandi fyrirtæki 2017 from Creditinfo Ísland on Vimeo.

Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Creditinfo vinnur árlega ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og birtir lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.