Viðskiptasafn Creditinfo er verðmætt tól til að greina áhættuna í þínu fyrirtæki og lágmarka hættuna á töpuðum kröfum. Við hjá Creditinfo höfum fylgst náið með óskum viðskiptavina okkar og höfum breytt tölvupóstsendingum í Viðskiptasafninu í takt við þeirra óskir.

Nú er hægt að stilla tölvupóstsendingar í Viðskiptasafninu til að þú getir fengið þær tilkynningar sem skipta þig máli. Með því að smella á tilkynningahnappinn fyrir ofan vaktina þína getur þú stillt tölvupóstsendingum eftir þeim breytingum sem þú vilt fylgjast með.

Hægt er að fá t.d. einungis tilkynningu ef fyrirtæki fer fyrir ofan eða fyrir neðan ákveðinn lánshæfisflokk eða þegar lánshæfi fyrirtækis fer yfir eða undir ákveðinn lánshæfisflokk. Einnig er hægt að fá aðeins tilkynningu ef fyrirtæki fer á vanskilaskrá eða ef fyrirtæki verður gjaldþrota.

Á myndinni hér fyrir neðan er hægt að sjá alla þá stillingarmöguleika sem boðið er upp á:

Skjáskot af þjónustuvef Creditinfo. Hægt er að stilla um eina eða fleiri tilkynningar í gegnum tölvupóst.

Þegar þú hefur lokið við stillingar á vaktinni munt þú aðeins fá þær tilkynningar sem þú baðst um. Á myndinni hér fyrir neðan sést dæmi um tölvupóst sem byggir á þeirri reglu að tilkynningar berast aðeins ef lánshæfismat fyrirtækja fer í áhættuflokk 7 eða verri.


Skjáskot úr tölvupósti.

Taktu eftir því hvað þú ert með heimild fyrir mörgum kennitölum í vakt með þinni áskriftarleið. Smelltu hér ef þú vilt fá upplýsingar um stækkun vakthólfs.  

Hér getur þú fundið nánari upplýsingar um Viðskiptasafnið og hvernig hægt er að nýta hana til fulls.


Ef frekari spurningar um Viðskiptasafnið vakna hvetjum við þig til að hafa samband.