Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi og því mikilvægt að fylgjast vel með lánshæfi viðskiptavina.

Nýskráningum fyrirtækja á vanskilaskrá er farið að fjölga samkvæmt nýjustu gögnum frá Creditinfo. Myndin hér að ofan sýnir hvernig þróunin hefur verið á nýskráningum fyrirtækja á vanskilaskrá síðastliðin þrjú ár.

12,3% allra einkahlutafélaga og hlutafélaga á Íslandi eru á vanskilaskrá samkvæmt nýjustu mælingum. Þegar vanskil eru greind þá er hins vegar ekki nóg að skoða aðeins fjölda fyrirtækja á vanskilaskrá heldur þarf að líta til nýskráninga. Lögaðilar geta verið mislengi á skrá og því gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af því hver þróunin er hverju sinni.

3,05% íslenskra fyrirtækja komu ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum. Eins og myndin hér fyrir ofan sýnir þá er þetta hærra hlutfall en mælst hefur á sambærilegu tímabili árið 2017 og árið 2016.

Sjá má aukningu á nýskráningum í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingarstarfsemi. Myndin hér fyrir ofan sýnir að mesta aukningin á sér stað í byggingarstarfsemi- og mannvirkjagerð og hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun. 4,62% fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð komu ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun.

Hið sama gildir um nýskráningar einstaklinga á vanskilaskrá. Þeim hefur fjölgað lítillega á síðustu 6 mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Myndin hér að ofan sýnir hlutfall einstaklinga sem voru nýskráðir á vanskilaskrá, í hverjum aldurshópi. Nánar tiltekið, fjölda þeirra sem voru ekki á vanskilaskrá í upphafi tímabilsins en fóru inn á skrá á næstu 6 mánuðum.

Viðskiptasafn Creditinfo

Creditinfo býður fyrirtækjum að vakta breytingar sem kunna að verða hjá samstarfsaðilum og viðskiptavinum í því skyni að lágmarka afskriftir og halda reikningsviðskiptum eins góðum og kostur er.

Með aðgangi að Viðskiptasafni Creditinfo gefst fyrirtækjum kostur á að hafa yfirsýn yfir lánshæfi og vanskilastöðu viðskiptavina sinna og fá tilkynningar þegar lánshæfi viðskiptavina versnar eða þegar þeir fara í vanskil. Nú þegar blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi er mikilvægt að geta stuðst við áreiðanleg gögn svo hægt sé að taka skynsamar ákvarðanir við reikningsviðskipti.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira um Viðskiptasafnið.