Engin ein rétt leið er til að leggja mat á hvort rétt sé að hefja viðskiptasamband við fyrirtæki. Eitt er þó víst að til þess að taka upplýsta ákvörðun um viðskipti er nauðsynlegt að hafa aðgang að áreiðanlegum gögnum. Þess vegna skiptir máli að hafa aðgang að Creditinfo til að fletta upp helstu fjárhagsupplýsingum um fyrirtæki til að leggja mat á greiðslugetu þeirra.

Áskrift hjá Creditinfo veitir þér ekki aðeins aðgang að stærsta safni fjármálaupplýsinga á Íslandi heldur einnig aðgang að ítarlegum gagnabanka Fjölmiðlavaktarinnar. Í gagnabanka Fjölmiðlavaktarinnar er hægt að leita í öllum fréttum úr dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi frá 1.mars 2005. Einnig eru aðgengilegar fréttir allra stærstu netmiðla landsins frá 1. janúar 2010.

Þegar grunnupplýsingum um fyrirtæki er flett upp hjá Creditinfo sést einnig yfirlit yfir helstu fréttir um fyrirtækið í fjölmiðlum. Með þeim hætti er bæði hægt að fá ágæta mynd af því helsta sem er að frétta um tiltekið fyrirtæki og hvernig orðspor þess er.

Skjáskot úr þjónustuvef Creditinfo

Dýpra samhengi

Fjölmiðlaupplýsingar veita ágætt samhengi sem skortir ef aðeins er flett upp fjárhagsupplýsingum. Hægt er að greina úr ársreikningum fyrirtækja hvort þau hafi skilað hagnaði eða tapi, hvort skuldsetning hafi aukist eða dregist saman en fjölmiðlaupplýsingar geta veitt upplýsingar um ástæðuna fyrir vexti eða samdrætti fyrirtækja.

Greining á orðspori

Vissulega skiptir miklu máli að fjárhagsstaða viðskiptavina sé góð svo hægt sé að treysta þeim til að standa við skuldbindingar til framtíðar. En traust fjárhagsstaða er ekki það eina sem skiptir máli þegar kemur að því að meta viðskiptavini. Það gildir einu þótt félög skili hagnaði ef þau taka ákvarðanir sem eru skaðlegar samfélaginu. Kröftug fyrirtæki gera kröfur um að viðskiptavinir þeirra starfi í takt við þeirra gildi. Fyrirtæki sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð í verki forðast viðskipti við fyrirtæki sem huga illa að nærumhverfinu og ber litla virðingu fyrir starfsfólki sínu.

Góð leið til að leggja mat á orðspor fyrirtækja er að fletta þeim upp í gagnabanka Fjölmiðlavaktarinnar. Ef fyrirtæki sem þú ert að kanna hefur ratað í fjölmiðla vegna slæmra ákvarðana þá sést það glögglega í gagnabanka Fjölmiðlavaktarinnar.

Vaktaðu eigið orðspor

Með áskrift að Fjölmiðlavaktinni gefst kostur á að vakta umfjöllun um hvaða fyrirtæki og/eða málefni sem er. Þannig er hægt að vakta t.d. umfjöllun um eigið fyrirtæki og samkeppnisaðila til að fá glögga mynd af því hvernig orðspor þíns fyrirtækis þróast. Með fjölmiðlavöktun er hægt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að standa vörð um gott orðspor í stað þess að slökkva elda í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar. Fjölmiðlavöktun tryggir einnig að ykkar starfsfólk hefur góða yfirsýn yfir alla umfjölun um málefnin sem ykkur varða.


Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli.