Áskrifendur að Fjölmiðlavakt Creditinfo geta nú vaktað umræðu á samfélagsmiðlum.

Fjölmiðlavakt Creditinfo hefur í fleiri áratugi gert íslenskum fyrirtækjum kleift að vakta umfjöllun um sig í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og á netmiðlum. Nú geta áskrifendur Fjölmiðlavaktarinnar einnig vaktað umfjöllun á samfélagsmiðlum.

Með samfélagsmiðlavöktun er hægt að vakta umræðu um þitt fyrirtæki á samfélagsmiðlum bæði á þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar og í gegnum tölvupóst. Í hvert skipti sem talað er um þitt fyrirtæki á Twitter færð þú tilkynningu í gegnum tölvupóst og getur séð yfirlit um þá umfjöllun á þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar.

Kostirnir við samfélagsmiðlavöktun eru fjölmargir:

Stýrðu orðsporinu

Í dag þurfa fyrirtæki að bregðast hratt við til að viðhalda góðu orðspori. Með áskrift að Fjölmiðlavaktinni sérð þú með skýrari hætti hvernig talað er um þitt fyrirtæki í fjölmiðlum svo þú getur stýrt betur orðspori þíns fyrirtækis. Með samfélagsmiðlavöktun gengur þú skrefinu lengra og færð enn betri mynd af því hver sýn almennings er á þitt fyrirtæki.

Fylgdu eftir umfjöllun

Hvað gerist eftir að þú sendir út fréttatilkynningu frá þínu fyrirtæki? Hvaða fjölmiðlar fjölluðu um málið og hvernig tók almenningur í fréttaflutninginn? Með Fjölmiðlavaktinni er hægt að fylgjast með allri fréttaumfjöllun um þitt fyrirtæki og hvernig talað er um fyrirtækið þitt á Twitter. Þá getur þú séð hvaða miðlar tóku upp fréttatilkynninguna þína og hvort eitthvað umtal sé um fréttina á samfélagsmiðlum. Ef umræðan er neikvæð þá þarftu að hafa yfirsýn yfir hana til að leiðrétta rangfærslur og koma á framfæri jákvæðum skilaboðum. Ef umræðan er jákvæð þá viltu gera þitt besta til að gera henni hátt undir höfði. Með Fjölmiðlavaktinni hefur þú tól til að hafa mun betri stjórn á ímynd þíns fyrirtækis.

Taktu árið saman

Bar markaðsstarfið einhvern árangur? Hvernig er orðspor fyrirtækisins í fjölmiðlum og/eða á meðal almennings? Þessum spurningum er ekki hægt að svara nema að áreiðanleg gögn liggi fyrir. Í lok árs er mikilvægt að taka saman alla fjölmiðlaumfjöllun og alla umfjöllun um fyrirtækið þitt á samfélagsmiðlum til að leggja mat á stöðuna og kortleggja markaðsstarfið fyrir næsta ár. Með Fjölmiðlavaktina að vopni er auðvelt að draga saman upplýsingar um umfjöllun fjölmiðla og á samfélagsmiðlum til að ná skýrari mynd af árangri markaðsstarfsins og orðspori fyrirtækisins.

Skaraðu fram úr

Með áreiðanlegum gögnum er hægt að taka upplýstari ákvarðanir. Fyrirtæki sem eru meðvituð um orðspor sitt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum eru betur í stakk búin til að fylgja eftir stefnu sinni og hámarka árangur. Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að stýra þínu orðspori betur með Fjölmiðlavaktinni.


Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar um Fjölmiðlavaktina vakna. Smelltu hér til að óska eftir prufuaðgangi að Fjölmiðlavaktinni.