Fjölmiðlar flytja á hverjum degi ótal fréttir og það getur reynst of tímafrekt að reyna að skilja kjarnann frá hisminu. Þrátt fyrir það er nauðsynlegt að vera upplýst/ur um mikilvægar fréttir sem tengjast þinni starfsemi.  

Fjölmiðlavaktin hefur vaktað umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum, netmiðlum og samfélagsmiðlum um árabil og er leiðandi þjónusta á sínu sviði á Íslandi.  

Til viðbótar við vöktun á umfjöllun um þitt fyrirtæki býður Fjölmiðlavaktin upp á sérsniðnar vaktir sem henta fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins. Hér fyrir neðan er dæmi um vaktir sem standa til boða en þó ekki tæmandi listi um sérsniðnar vaktir.  

Ekki hika við að hafa samband og við getum stillt vakt að þínum þörfum og gefið þér tilboð. 

Breytingar á lykilfólki

Með vöktun á breytingum á lykilfólki er hægt að fá tilkynningar um allar helstu breytingar á framkvæmdastjórum, forstjórum, stjórnarformönnum og öðrum stjórnendum íslenskra fyrirtækja sem tilkynntar eru í fjölmiðlum í tölvupósti til þín. Vaktin hentar vel fyrir mannauðsstjóra, viðskiptastjóra og aðra sem þurfa að halda utan um mannabreytingar eða viðskiptasambönd innan fyrirtækja.

Stjórnarvaktin

Með Stjórnarvakt Creditinfo geta stjórnarmenn nálgast nauðsynlegar fjárhags- og fjölmiðlaupplýsingar um þau fyrirtæki sem þeir sitja í stjórnum hjá svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Með Stjórnarvakt Creditinfo gefst þér kostur á að vakta umfjöllun fjölmiðla um það félag sem þú situr í stjórn hjá ásamt helstu samkeppnisaðilum. Vaktin gerir þér einnig viðvart þegar breytingar verð á högum þess fyrirtækis sem þú situr í stjórn hjá ásamt breytingum á högum samkeppnisaðila.

AML vaktin

Með lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hafa svokallaðir tilkynningarskyldir aðilar ríkum skyldum að gegna við að afla upplýsinga um viðskiptavini. Stjórnendur, lögfræðingar og regluverðir fyrirtækja þurfa því að vera vel upplýstir um þróun mála þegar kemur að framkvæmd áreiðanleikakannana og lagaumgjörð í vörnum gegn peningaþvætti. Í AML fjölmiðlavakt Creditinfo eru sérvalin stikkorð vöktuð sem snúa að þeirri löggjöf en dæmi um slík stikkorð eru: peningaþvætti, stjórnmálaleg tengsl, skattsvik, PEP, svik, hryðjuverk o.fl. 

UFS vaktin

Fyrirtæki þurfa í auknum mæli að huga að sjálfbærni í rekstri. Umfjöllun um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti fyrirtækja er vaxandi í fjölmiðlum og til að geta brugðist hratt við þessu breytta landslagi í sjálfbærum rekstri fyrirtækja er mikilvægt að fylgjast vel með. UFS fjölmiðlavaktin vaktar stikkorð í fjölmiðlum sem tengjast sjálfbærum rekstri svo þú getir verið upplýst/ur um allar breytingar á því sviði.


Ef frekari spurningar um Fjölmiðlavaktina vakna hvetjum við þig til að hafa samband