Nýlegar fregnir af stóru fjársvikamáli sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar sýna að mikilvægt sé að fyrirtæki séu á varðbergi fyrir svikastarfsemi í reikningsviðskiptum. Borið hefur á því að óprúttnir aðilar hafi nýtt sér kennitölur fyrirtækja sem eru með gamlan rekstur eða liggja jafnvel í dvala. Með þessum hætti geta þeir sem standa á bak við svikastarfsemina sótt sér vörur fyrir miklar upphæðir án þess að greiða fyrir þær.

Réttu gögnin eru besta vörnin

Besta leiðin til að koma í veg fyrir svikastarfsemi er að afla nægilegra gagna um fyrirtæki sem sækja um reikningsviðskipti svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um viðskiptin. Farið var vandlega yfir þau gögn sem nýtast við slíka ákvarðantöku í fræðslufundi sem Creditinfo hélt fyrir Félag atvinnurekenda um varnir gegn svikastarfsemi.

Slík gagnaöflun getur þó verið tímafrek og því mikilvægt fyrir fyrirtæki að hafa sjálfvirkar lausnir sem auðvelda við upplýsta ákvarðanatöku um viðskiptavini. Snjallákvörðun Creditinfo hefur aðstoðað fjölda fyrirtækja að taka sjálfvirkar ákvarðanir um viðskiptasambönd sín. Með Snjallákvörðun er hægt að afla fjölbreyttra gagna um fyrirtæki og taka sjálfvirkar ákvarðanir um þau í kjölfarið, hvort sem um ræðir ákvörðun um ný reikningsviðskipti, úttektarheimildir, birgjamat o.fl.

Sérstök útgáfa af Snjallákvörðun gegn svikastarfsemi

Til að komast til móts við aukna hættu af svikastarfsemi í reikningsviðskiptum hefur Creditinfo hannað sérstaka útgáfu af Snjallákvörðun sem gerir fyrirtækjum kleift að afla nauðsynlegra upplýsinga til að kanna m.a. hvort virkur rekstur sé í félaginu sem sækir um reikningsviðskipti. Enginn innleiðingarkostnaður er á lausninni og uppsetning tekur um 1-3 virka daga.

Á meðal þess sem Snjallákvörðun gegn svikastarfsemi tekur saman á augabragði er eftirfarandi:

  • Er umsækjandi prókúruhafi eða framkvæmdarstjóri þess félags sem er að sækja um reikningsviðskipti?
  • Hefur nýleg breyting orðið á framkvæmdarstjórn félagsins?
  • Lánshæfismat fyrirtækis
  • Eru rekstrartekjur í félaginu yfir ákveðnu viðmiði?

Með slíkum reglum er hægt að sjá fljótlega hvort félagið sem sækir um reikningsviðskipti sé í raunverulegri starfsemi. Þannig er hægt að taka upplýsta ákvörðun um reikningsviðskipti, tryggja varnir gegn svikastarfsemi og draga úr hættunni á töpuðum kröfum.


Hafðu samband ef þú vilt fá nánari upplýsingar um Snjallákvörðun gegn svikastarfsemi.