Íslandsbanki hefur tekið upp sjálfvirka greiðslumatslausn sem var unnin í samstarfi við Creditinfo.

Íslandsbanki hefur kynnt til sögunnar sjálfvirkt greiðslumatsferli sem var unnið í samstarfi við Creditinfo. Hægt er að sækja um greiðslumat fyrir húsnæðislán, bílalán eða önnur lán á vef Íslandsbanka og fengið svar um greiðslugetu strax. Einnig er hægt að skoða hversu dýra eign er hægt að kaupa, byggt á raungögnum úr greiðslumatinu.

Allt að þrír óskyldir aðilar geta sótt um greiðslumat saman með nýju lausninni en það er nýjung á íslenskum lánamarkaði. Í viðtali við mbl.is um kerfið segir Rósa Guðmundsdóttir, forstöðumaður sparnaðar- og útlána á einstaklingssviði Íslandsbanka, að þessi nýjung sé hugsuð til að komast til móts við fjölbreyttum hópi kaupenda á fasteignamarkaði. „Það er alltaf að fjölga fólki sem ekki er skráð í sam­búð, vin­ir að kaupa sam­an og jafn­vel for­eldr­ar. Þetta er nýj­ung sem við erum að sjá sér­stak­lega í fyrstu kaup­um hjá ungu fólki og við vilj­um koma til móts við það,“ seg­ir Rósa í samtali við mbl.is.

Hægt er að lesa nánar um lausnina á vef Íslandsbanka.

Við hjá Creditinfo óskum Íslandsbanka til hamingju með lausnina.