Creditinfo hefur í áraraðir aðstoðað fyrirtæki við að ná til réttu viðskiptavina með vinnslu markhópalista. Eftirspurn eftir markhópalistum hefur aukist verulega síðustu misseri þar sem vel skilgreindur markhópur er lykilatriði í skilvirkri markaðssókn. Með markhópalistum er hægt að ná til þeirra sem gætu haft áhuga á og hafa þörf fyrir þeirri þjónustu eða vöru sem þitt fyrirtæki býður upp á.  

Markhópalistar Creditinfo eru hnitmiðaðir og vandaðir listar sem geta innihaldið aðeins virk fyrirtæki. Með virkri merkingu eru skúffufyrirtæki og önnur fyrirtæki í óvirkum rekstri útilokuð og því hægt að ná betur til viðskiptavina.   

Dæmi um markhópalista frá Creditinfo á Excel-sniði.

Creditinfo starfrækir stærsta gagnabanka landsins af fjármálagögnum. Hægt er að nota upplýsingar frá Creditinfo til að útbúa ítarlegan lista með þeim gögnum sem nýtast hverju sinni. Til dæmis er hægt að birta öll gögn upp úr ársreikningum með listanum (sjá dæmi 1) eða skilgreina listann út frá gögnum úr ársreikningi (sjá dæmi 2).  

Dæmi 1: Listi af öllum fyrirtækjum á Suðurlandi ásamt veltutölum og starfsmannafjölda. 

Dæmi 2:  Listi af fyrirtækjum sem velta meira en 100 milljónum og eru með jákvætt eigið fé.  

Tökum önnur dæmi um markhópalista: Vilt þú ná til stærstu fyrirtækjanna á Íslandi? 

Hægt er að taka saman lista yfir 500 stærstu fyrirtækin á Íslandi og skilgreina  fyrirtækin eftir mismunandi stærðargráðu. Dæmi: 500 stærstu fyrirtækin eftir veltu, starfsmannafjölda eða eignum. Einnig er hægt að skipta listanum upp eftir landshluta, atvinnugrein, starfmönnum og lánshæfi svo eitthvað sé nefnt. 

Fleiri dæmi um markhópalista:  

  • 100 stærstu ferðaþjónustufyrirtækin á Austurlandi samkvæmt eignum.  
  • 1000 stærstu fyrirtækin eftir starfsmannafjölda á höfuðborgarsvæðinu. 
  • Veitingastaðir á Íslandi sem velta meira en 50 milljónum. 
  • Framúrskarandi fyrirtæki 2019: Best reknu fyrirtæki Íslands samkvæmt útreikningum Creditinfo. 

Með markhópalistum Creditinfo er hægt að taka upplýstar ákvarðanir um nýja viðskiptavini. Nánari upplýsingar um markhópalista Creditinfo hér.