Það krefst mikillar vinnu að halda utan um skráningu viðskiptavina í reikningsviðskipti. Mistök í skráningarferlinu geta valdið töfum og mistökum og í versta falli töpuðum kröfum.  

Stjórnendur sem eru forsjálir í utanumhaldi um reikningsviðskipti gera sér vinnureglur um umsóknir til að tryggja að hægt sé að innheimta sem flestar kröfur frá viðskiptavinum. Það getur þó reynst erfitt að halda tryggð við slíkar reglur auk þess sem að hættan á mannlegum mistökum getur verið mikil ef umsóknir um reikningsviðskipti eru margar og því meiri sem meiri handavinna fer fram við að safna gögnum og vista þau. Oft þurfa umsóknir um reikningsviðskipti að fara í gegnum marga aðila og það getur reynst tímafrekt og þungt í vöfum bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini.  

Brátt verður mögulegt að halda utan um allar umsóknir um viðskipti með einföldum hætti á þjónustuvef Creditinfo. Snjallákvörðun Creditinfo gerir viðskiptavinum Creditinfo kleift að stilla eigin reglur um viðskiptavini og tekið upplýsta ákvörðun á augabragði um hvort eigi að veita viðskiptavinum heimild um reikningsviðskipti. Einnig verður mögulegt að taka ákvörðun um veitingu greiðslufresta, hækkun úttektarheimilda og margt fleira. Snjallákvörðun Creditinfo verður einnig aðgengilegt í gegnum vefþjónustu og því hægt að gera hana að hluta að viðskiptamannakerfi notandans.  

Flokkun viðskiptavina 

Innan skamms munu áskrifendur Creditinfo geta stillt sjálfvirkar ákvarðanir um viðskiptavini á þjónustuvef Creditinfo. Hægt er að búa til ákvörðun fyrir nýja viðskiptavini sem segir til um hvaða kjör viðskiptavinur á að fá byggt á upplýsingum um áætlað umfang viðskipta, lánshæfismat og helstu upplýsingum úr ársreikningum félags svo dæmi séu tekin.  

Upplýstar ákvarðanir 

Þegar flokkun viðskiptavina hefur verið skráð er leikur einn að taka upplýstar ákvarðanir um nýja viðskiptavini í kjölfarið. Þegar viðskiptavini er flett upp á þjónustuvef Creditinfo er hægt að smella á einn hnapp á viðskiptaspjaldi félags til að framkvæma mat.  

Hægt er að skrá forsendur um væntanleg viðskipti áður en matið er framkvæmt. Hér er t.d. hægt að skrásetja áætlaða veltu á mánuði. Ef áætluð velta er há er t.d. hægt að gera strangari kröfur um lánshæfi félags.  

Niðurstaðan birtist á augabragði þar sem fram kemur í hvaða flokk félagið fellur og þær forsendur sem búa að baki matinu.  

Í stöðumati viðskiptavinar er að auki hægt að breyta og uppfæra niðurstöður. Einnig er hægt að skrá athugasemd um viðkomandi félag og sjá upplýsingar um feril umsóknarinnar þar sem fram kemur m.a. hvaða starfsmaður hefur framkvæmt mat og margt fleira. 

Yfirsýn stjórnenda 

Þegar umsóknum um reikningsviðskiptum fjölgar getur reynst flókið að hafa yfirsýn yfir þær allar. Án ábyrgrar yfirsýnar stjórnenda aukast líkur á mistökum starfsfólks og að sama skapi aukast líkurnar á töpuðum kröfum. Með Snjallákvörðun Creditinfo gefst stjórnendum kostur á að halda utan um allar ákvarðanir sem teknar hafa verið um reikningsviðskipti. Hægt er að sjá tölfræði um fjölda samþykktra og hafnaðra umsókna og hvernig sá fjöldi hefur þróast. 

Einnig er hægt að sjá hverja umsókn fyrir sig í sérstöku yfirliti og smella á þær til að sjá ítarlegri upplýsingar.  

Sjálfvirk öflun og vistun gagna 

Öllum gögnum um umsóknarferlið er safnað saman sjálfvirkt og vistuð með þannig hætti að þau eru aðgengileg öllum starfsmönnum. Það gerir það að verkum að auðvelt er að sjá á hvaða upplýsingum ákvörðun var byggð og einnig tryggir það að allir hafi aðgengi að sömu upplýsingum um umsókn ef upp koma vandamál.  


Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á Snjallákvörðun Creditinfo fyrir þitt fyrirtæki.