Snjallákvörðun Creditinfo er ný þjónusta sem gerir fyrirtækjum kleift að taka sjálfvirkar ákvarðanir um viðskiptasambönd sín. Fyrirtæki velja þau gögn og viðmið sem þau vilja nota við sína ákvarðanatöku og sérfræðingar Creditinfo sjá um uppsetningu og ráðgjöf eftir þörfum. Snjallákvarðanir eru að lokum aðgengilegar á þjónustuvef Creditinfo og í vefþjónustu, þar sem starfsmenn geta framkvæmt mat á viðskiptavinum á augabragði.

Með Snjallákvörðunum gefst viðskiptavinum Creditinfo kostur á að auka við skilvirkni í utanumhaldi viðskiptasambanda, veita skjótari þjónustu til viðskiptavina og afla sér þannig mikilvægs samkeppnisforskots.

Snjallákvarðanir geta verið fjölbreyttar og sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir nokkrar ákvarðanir sem hægt er að setja í sjálfvirkt ferli með Snjallákvörðunum Creditinfo.

Nýir viðskiptavinir

Til að lágmarka hættuna á töpuðum kröfum er nauðsynlegt að fara með kerfisbundnum hætti yfir umsóknir nýrra viðskiptavina um reikningsviðskipti. Þegar engin viðskiptasaga er til staðar er mikilvægt að styðjast við ytri mælikvarða eins og lánshæfismat, gildandi skráningu gagnvart fyrirtækjaskrá og ársreikninga félags svo dæmi séu tekin. Með Snjallákvörðunum er hægt að meta nýja viðskiptavini í einni sjálfvirkri ákvörðun og flokka viðskiptavini eftir þörfum. Hægt er t.d. að setja kröfur um gott lánshæfi og sterkan rekstur til að hleypa viðskiptavinum í reikningsviðskipti og krefja aðra viðskiptavini um staðgreiðslu. Einnig er hægt á sjálfvirkan hátt að koma auga á merki þess að um mögulega svikastarfsemi sé að ræða og þá að umsækjandi um viðskiptin sé ekki allur þar sem hann er séður.

Hækkun/lækkun heimildar

Þegar viðskiptasamband er til staðar er jafnframt mikilvægt að hafa vökul augu með breytingum á stöðu viðskiptavina. Gott lánshæfi við upphaf viðskiptasambands þarf ekki endilega að endast út viðskiptasambandið og þegar kemur að ákvörðunum um um upphæð heimilda er nauðsynlegt að setja skýrar reglur. Með Snjallákvörðun er hægt að gera ferlið sjálfvirkt og sjá með skýrum hætti hvenær hægt er að hækka eða lækka úttektarheimild viðskiptavina byggt á lánshæfiseinkunn þeirra og/eða öðrum upplýsingum.

Veiting greiðslufresta

Aðstæður hjá viðskiptavinum geta verið breytilegar og stundum er þörf á því að veita þeim greiðlsufrest. Til að tryggja góð viðskiptasambönd en um leið draga úr hættunni á töpuðum kröfum er mikilvægt að afla ítarlegra upplýsinga um viðskiptavini áður en greiðslufrestur er veittur. Slík upplýsingaöflun er tímafrek og því er hætta á því að huglægt mat ráði ríkjum við slíkar ákvarðanatökur. Með Snjallákvörðunum er hægt að afla upplýsinga um viðskiptavini sem biðja um greiðslufrest á augabragði og taka upplýsta ákvörðun út frá gögnum.  

Birgjamat

Traust birgjasambönd skipta sköpum í stöðugum rekstri fyrirtækja. Með því að meta nýja og núverandi birgja með kerfisbundnum hætti er hægt að draga verulega úr áhættu í rekstri. Með sambærilegum hætti og við mat á nýjum viðskiptavinum er hægt að leggja sjálfvirkt mat á hæfi birgja með Snjallákvörðunum Creditinfo.


Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á Snjallákvörðun Creditinfo fyrir þitt fyrirtæki.