Nú getur þú með einföldum hætti fengið innsýn í stærsta grunn fjárhags- og viðskiptaupplýsinga á Íslandi án áskriftar. Upplýsingar úr hluthafaskrá, ársreikninga, lánshæfi og eignarhald fyrirtækja getur þú nú keypt beint af vefnum og þannig tekið betri og upplýstari ákvarðanir í viðskiptum.

Á nýrri leitarsíðu má slá inn nafn fyrirtækis og kaupa eitthvað af þeim upplýsingum sem eru í grunnum Creditinfo um viðkomandi fyrirtæki. Til að kaupa skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum eða lykilorði og greiðir svo fyrir með greiðslukorti.

Þau gögn sem nú má kaupa beint af vefnum eru:

  • Ársreikningar – Hægt er að skoða ársreikninga á vefnum og hlaða niður sem Excel skjali. Einnig er í boði að kaupa skönnuð afrit af ársreikningum eins og þeir birtast í upphaflegri mynd.
  • Lánshæfismat fyrirtækja – Lánshæfismatið byggir á stærsta safni viðskiptaupplýsinga hérlendis og metur líkur á vanskilum tólf mánuði fram í tímann og sýnir þróun lánshæfismats síðustu átján mánuði.
  • Eigendur fyrirtækis – Eigendaupplýsingar innihalda lista yfir alla skráða hluthafa og upplýsingar um endanlega eigendur.
  • Eign fyrirtækis í öðrum félögum – Listi yfir eign fyrirtækis í öðrum félögum og endanlega eign í öðrum félögum.
  • Hlutafélagsupplýsingar – Allar upplýsingar úr gildandi skráningu í hlutafélagaskrá, s.s. stjórn skv. síðasta hluthafafundi, prókúruhafar, framkvæmdastjórn og stofnendur

Taktu upplýstar og góðar ákvarðanir byggðar á traustum gögnum með aðgangi að stærsta gagnagrunni viðskiptaupplýsinga á Íslandi.

Með áskrift að stærsta grunni viðskiptaupplýsinga á Íslandi hefur þú aðgang að traustum gögnum til að geta á enn skilvirkari hátt tekið góðar og hraðar ákvarðanir í viðskiptum. Fyrirtæki í áskrift hafa aðgang að upplýsingum um m.a. lánshæfi, vanskil og eignir, auk ársreikninga og eignarhalds. Viltu fylgjast með áhættu í viðskiptasafninu þínu? Með áskrift að þjónustuvef Creditinfo getur þú vaktað safnið þitt og þannig fylgst með breytingum á lánshæfi og skráningum á vanskilaskrá. Þannig getur þú hraðar brugðist við breytingum á stöðu viðskiptamanna þinna, stýrt áhættu og tekið betri ákvarðanir í viðskiptum.