Til að Fjölmiðlavaktin nýtist sem best er gott að styðjast við Þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar. Á þjónustuvefnum er hægt að sjá allt vaktað efni, flokka það eftir tímabili, miðlum, innihaldsgreiningu og fréttaskori. Einnig er hægt að nálgast Fréttasafn Fjölmiðlavaktarinnar.

Til að skrá þig inn á Þjónustuvefinn ferð þú á creditinfo.is og velur „Fyrirtækjaþjónusta“ undir „Innskráning“ efst í hægra horninu.

Ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skipti þá notast þú við lykilorðið og notendanafnið sem þú fékkst sent frá Creditinfo í tölvupósti og breytir um lykilorð.

Kynningarmyndband um þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar

Þegar þú hefur skráð þig inn á Þjónustuvefinn getur þú valið „Fjölmiðlar“ í vinstri borðanum:

Áskrifendur Fjölmiðlavaktarinnar geta séð heildstætt yfirlit yfir allar þær fréttir sem hafa borist í vaktina þeirra.

Hægt er að afmarka fréttirnar eftir miðlum, tímabili, leitarorði, innihaldsgreiningu og fréttaskori. Þegar afmörkun hefur verið valin þá breytast gröfin yfir vaktaða efnið samhliða.

Efsta grafið til vinstri sýnir yfirlit yfir fjölda frétta á því tímabili sem valið er í afmörkunarglugganum fyrir ofan. Leitartímabilið er sjálfkrafa stillt sex mánuði aftur í tímann.

Grafið hægra megin við það sýnir hvernig fréttirnar skiptast eftir helstu miðlum. Öll súluritin eru gagnvirk en það þýðir að hægt er að smella á súlurnar til að afmarka leitina.

Þar fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir tíðni frétta á því leitartímabili sem er valið fyrir allt vaktað efni.

Innihaldsgreining

Áskrifendur að innihaldsgreiningu geta nálgast ítarlegar upplýsingar um hversu margar fréttir hafa verið merktar jákvæðar, neikvæðar, hlutlausar eða jafnaðar.

Fréttaskor

Áskrifendur að Fréttaskori geta séð hvernig fréttir á völdu leitartímabili skiptast með tilliti til vægi frétta. Fréttir sem hafa fréttaskor 5 hafa mikið vægi fyrir viðkomandi fyrirtæki og fréttaskor 1 segir að fréttin hafi lítið vægi fyrir viðkomandi fyrirtæki. 

Fréttaskor og innihaldsgreining

Neðsta grafið tvinnar svo saman innihaldsgreininguna og fréttaskorið til að gefa mynd af því hversu margar fréttir eru bæði mikilvægar og jákvæðar eða neikvæðar.  

Yfirlit frétta

Neðst er hægt að fá yfirlit yfir þær fréttir sem birtust á tilgreindu leitartímabili. Þar sjást ítarlegar upplýsingar um hverja og eina frétt og svo valmöguleiki um að sækja fréttina í heild sinni. Niðurstöður innihaldsgreiningar og fréttaskors eru greinilegar og svo sést einnig hvaða leitarorð framkallaði fréttina í vaktina.  

Fréttasafn

Fréttasafn Fjölmiðlavaktarinnar er eini gagnabanki sinnar tegundar á Íslandi. Með henni er hægt að leita í öllum fréttum úr dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi frá 1.mars 2005. Einnig eru aðgengilegar fréttir allra stærstu netmiðla landsins frá 1. janúar 2010.

Til að leita í fréttasafninu velur þú „Leit í: Allt safnið“ í efsta glugganum og slærð inn orðið sem þú vilt leita að. Þegar þú hefur slegið inn leitaroðið þá birtist yfirlit yfir tíðni umfjöllunar eftir miðlum og línurit sem sýnir hvernig fréttaumfjöllunin hefur þróast. Allar fréttirnar eru svo aðgengilegar fyrir neðan ásamt ítarupplýsingum og einnig er hægt að taka niðurstöðurnar saman í Excel með því að smella á Excel hnappinn fyrir ofan leitargluggann.

Hægt er að stilla leitina eftir tímabilum og þrengja leitarniðurstöðurnar eftir miðlum. Leitartímabilið er sjálfkrafa stillt á síðustu sex mánuði en hægt er að lengja það og þrengja að vild.

Gott er að hafa eftirfarandi valmöguleika í huga þegar fréttaleitin er notuð:

  • Til að víkka leitarskilyrðin – skrifaðu | milli orða og leitaðu að öllum fréttum sem innihalda eitthvað af völdum orðum
  • Til að þrengja leit – skrifaðu + milli orða og leitaðu að öllum fréttum sem innihalda öll leitarorð.
  • Til að undanskilja orð – skrifaðu mínus táknið „-“ fyrir framan orð til að leita aðeins að fréttum sem innihalda ekki það orð
  • Til að leita að ólíkum endingum orða – skrifaðu * fyrir aftan fremsta hluta orðs til að finna allar fréttir sem innihalda allar mögulegar endingar viðkomandi orðs. Dæmi: Lögreglu* leitar að lögreglubíll, lögreglumaður osfrv.
  • Frasar eða orðaröð – Notaðu gæsalappir þegar orðaröð skiptir máli. Dæmi: “stefnuræða forsætisráðherra”

Stillingar

Undir „Stillingar“ er hægt að sjá yfirlit yfir þau leitarorð sem eru stillt á vaktina þína. Ef þú vilt breyta eða bæta við leitarorðum í þína vakt er hægt að hafa samband við viðskiptastjóra hjá Creditinfo.


Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna um Fjölmiðlavaktina.

Ein athugasemd á “Svona notar þú þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar

Lokað er fyrir athugasemdir.