Til að Fjölmiðlavaktin nýtist sem best er gott að styðjast við Þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar. Á þjónustuvefnum er hægt að sjá allt vaktað efni, flokka það eftir tímabili, miðlum, innihaldsgreiningu og fréttaskori.

Til að skrá þig inn á Þjónustuvefinn ferð þú á creditinfo.is og velur „Fjölmiðlavakin“ undir „Innskráning“ efst í hægra horninu.

Ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skipti þá notast þú við lykilorðið og notendanafnið sem þú fékkst sent frá Creditinfo í tölvupósti og breytir um lykilorð.

Þegar þú hefur skráð þig inn á Þjónustuvefinn sérð þú fimm flipa efst í hægra horninu:

 • Vöktun: Heildstætt yfirlit yfir allt fréttaefni sem þú ert með í vöktun.
 • Greining: Yfirlit yfir þróun á tíðni umfjöllunar um vaktað efni, skipting fréttaefnis eftir miðlum og yfirlit yfir innihaldsgreiningu frétta.
 • Fréttasafn: Hér er hægt að leita í öllum fréttum úr dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi frá 1.mars 2005. Einnig eru aðgengilegar fréttir allra stærstu netmiðla landsins frá 1. janúar 2010.
 • Stillingar: Hér er hægt að breyta um lykilorð og stilla póstsendingar.

Vöktun

Áskrifendur Fjölmiðlavaktarinnar geta séð heildstætt yfirlit yfir allar þær fréttir sem hafa borist í vaktina þeirra. Efst til vinstri er hægt að sjá flipa fyrir hvert og eitt vakthólf og undir þeim flipa sést yfirlit fréttanna. Þar sést dagsetning, titill greinar, fréttaskor og tegund miðils. Ef þú smellir á frétt sérð þú nánari upplýsingar um fréttina og hefur möguleika á að skoða hana í heild sinni.

Hægra megin er hægt að flokka fréttefnið og framkvæma orðaleit í vöktuðu efni. Þar er hægt að stilla tímabil, velja miðla og flokka leitarniðurstöðum eftir innihaldsgreiningu og fréttaskori. Hægt er t.d. að taka saman yfirlit yfir allar mikilvægar og neikvæðar fréttir á tilteknu ári. Einnig er mögulegt að fletta upp fréttum sem innihalda ákveðið orð.

Neðst á síðunni er síðan hægt að sjá myndrænt yfirlit yfir hvernig fréttaefni skiptist á milli miðla og hversu margar fréttir eru um hverja og eina fyrirtækjakennitölu sem er í vakt. Áskrifendur að innihaldsgreiningu og fréttaskori geta einnig séð myndrænt yfirlit yfir hvernig fréttir skiptast eftir því hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar og hversu mikið vægi þær hafa fyrir þitt fyrirtæki.

Greining

Undir „Greiningu“ sérðu myndrænt yfirlit yfir þróun á tíðni umfjöllunar fyrir þær fyrirtækjakennitölur sem þú ert að vakta:

Einnig er hægt að sjá yfirlit yfir hvernig fréttirnar skiptast eftir miðlum:

Áskrifendur að innihaldsgreiningu sjá myndrænt yfirlit yfir það hversu hátt hlutfall frétta eru neikvæðar, jákvæðar, hlutlausar eða jafnaðar.

Fréttasafn

Fréttasafn Fjölmiðlavaktarinnar er eini gagnabanki sinnar tegundar á Íslandi. Með henni er hægt að leita í öllum fréttum úr dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi frá 1.mars 2005. Einnig eru aðgengilegar fréttir allra stærstu netmiðla landsins frá 1. janúar 2010.

Hægt er að stilla leitina eftir tímabilum og þrengja leitarniðurstöðurnar eftir miðlum.

Gott er að hafa eftirfarandi valmöguleika í huga þegar fréttaleitin er notuð:

 • Til að víkka leitarskilyrðin – skrifaðu OR milli orða og leitaðu að öllum fréttum sem innihalda eitthvað af völdum orðum
 • Til að þrengja leit – skrifaðu AND milli orða og leitaðu að öllum fréttum sem innihalda öll leitarorð. Ath: Leitarvélin skilur bil á sama hátt og AND
 • Til að undanskilja orð – skrifaðu NOT fyrir framan orð til að leita aðeins að fréttum sem innihalda ekki það orð – einnig er hægt að nota mínus táknið „-“
 • Til að leita að ólíkum endingum orða – skrifaðu * fyrir aftan fremsta hluta orðs til að finna allar fréttir sem innihalda allar mögulegar endingar viðkomandi orðs. Dæmi: Lögreglu* leitar að lögreglubíll, lögreglumaður osfrv.
 • Frasar eða orðaröð – Notaðu gæsalappir þegar orðaröð skiptir máli. Dæmi: „stefnuræða forsætisráðherra“

Stillingar

Hér er hægt að breyta lykilorði og stilla póstsendingar. Eftirfarandi sendingartímar standa til boða fyrir póstsendingar:

 • 00:15
 • 08:15
 • 10:15
 • 12:15
 • 14:15
 • 16:15
 • 20:15
 • 22:15

Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna um Fjölmiðlavaktina.