Fyrirtækjum á Íslandi sem skiluðu hagnaði fjölgaði milli ára 2020 og 2021 í helstu atvinnugreinum, þar af mest innan ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Creditinfo sem birtist í Morgunblaðinu í morgun og var unnin úr ársreikningum þeirra fyrirtækja sem skilað hafa ársreikningi fyrir árið 2021. Í greiningunni kemur m.a. fram að hlutfallslega … Lesa áfram Afkoma batnaði hjá 60% íslenskra fyrirtækja
Auknar kröfur um sjálfbærni
Ljóst er að stóraukinn þrýstingur er að verða á fyrirtæki að veita ítarlegri upplýsingar um sjálfbærnistefnu og rekstur hennar. Það er ekki lengur nóg að segjast vera með og birta sjálfbærnistefnu heldur þurfa fyrirtæki að sýna fram á hvernig sú stefna er framkvæmd og hver árangurinn er. Metnaður í slíkri upplýsingagjöf stuðlar meðal annars að … Lesa áfram Auknar kröfur um sjálfbærni
Framtíðin krefst nýrra mælikvarða
Í tólf ár hefur Creditinfo tekið saman lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Þau fyrirtæki eiga það sameiginlegt að hafa staðist ströng skilyrði um stöðugan rekstur og gott lánshæfi. Skilyrðin fyrir að komast á listann eru að finna í heild sinni hér fyrir neðan: Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmtHefur skilað … Lesa áfram Framtíðin krefst nýrra mælikvarða
Trackwell hlaut verðlaun Creditinfo fyrir Framúrskarandi nýsköpun
Tæknifyrirtækið Trackwell hlaut hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir nýsköpun meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2020. Verðlaunin fyrir nýsköpun eru veitt í samstarfi við Icelandic Startups. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá rótgrónum fyrirtækjum. Við valið er m.a. horft til skráðra einkaleyfa, samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir og þess hvort fyrirtækið afli útflutningstekna sem byggja á … Lesa áfram Trackwell hlaut verðlaun Creditinfo fyrir Framúrskarandi nýsköpun
Framúrskarandi fyrirtækjum fjölgar milli ára
Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2020. Þetta er í tólfta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu og verða þær veittar í Hörpu í dag. Í ár eru 853 fyrirtæki á listanum eða um 2 prósent allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Skráningum á listann fjölgar lítillega á milli ára en á sama tíma í fyrra voru 842 fyrirtæki á listanum. Rétt er að árétta að til ársloka geta enn bæst fyrirtæki á listann.