Creditinfo birti í dag lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi.
Valka hlaut verðlaun Creditinfo fyrir Framúrskarandi nýsköpun
Tæknifyrirtækið Valka hf. hlaut hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir nýsköpun meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2020. Verðlaunin fyrir samfélagsábyrgð eru veitt í samstarfi við Icelandic Startups. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá rótgrónum fyrirtækjum. Við valið er m.a. horft til skráðra einkaleyfa, samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir og þess hvort fyrirtækið afli útflutningstekna sem byggja á íslensku hugviti.
Nýsköpun í rótgrónum fyrirtækjum
Ljóst verður í næstu viku hvaða fyrirtæki verða á meðal Framúrskarandi fyrirtækja árið 2020. Líkt og fyrri ár veitir Creditinfo í samstarfi við Icelandic Startups sérstök hvatningarverðlaun um framúrskarandi nýsköpun. Í dómnefnd árið 2020 sitja Ragnheiður H. Magnúsdóttir, ráðgjafi í upplýsingatækni, Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. … Lesa áfram Nýsköpun í rótgrónum fyrirtækjum
Men&Mice hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun
Árlega veitir Creditinfo fyrirtækjum sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð og framúrskarandi nýsköpun. Men&Mice hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun árið 2019. Creditinfo veitir verðlaunin í þriðja sinn á sama tíma og listi yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2019 var gerður opinber 23. október síðastliðinn. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá rótgrónum fyrirtækjum. Við val … Lesa áfram Men&Mice hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun
874 Framúrskarandi fyrirtæki 2019
Creditinfo veitti í gær 874 fyrirtækjum viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Hörpunni. Þetta er tíunda árið sem viðurkenningin er veitt en aðeins um 2% allra skráðra fyrirtækja náðu þessum árangri í ár. Á fyrsta listanum sem var birtur árið 2010 var samanlögð ársniðurstaða fyrirtækja 9,5 milljarðar króna en í ár hljómar hún upp á ríflega … Lesa áfram 874 Framúrskarandi fyrirtæki 2019