Til að nálgast rétta markhópinn í markaðssókn er nauðsynlegt að afla upplýsinga um væntanlega viðskiptavini. Markhópalistar Creditinfo hafa um langt skeið aðstoðað fyrirtæki við að afla upplýsinga um fyrirtæki eftir tilteknum landsvæðum, atvinnugreinum eða stærð út frá fjárhags- og viðskiptaupplýsingum Creditinfo.

Nú er hægt að nálgast enn hnitmiðaðri upplýsingar um væntanlega viðskiptavini með snjöllum markhópalistum Creditinfo. Með snjöllum markhópalistum er hægt að sníða lista af fyrirtækjum sem líkjast ákveðnum fyrirtækjum, ýmist frá staðsetningu, atvinnugrein eða út frá rekstrartölum.

Ef þitt fyrirtæki hefur t.d. náð góðum árangri í viðskiptum við ákveðna viðskiptavini er hægt með einföldum hætti að kanna sambærileg fyrirtæki út frá staðsetningu, atvinnugrein og rekstrartölum. Einnig gefst kostur á því að leggja mismunandi vægi á hvern þátt fyrir sig, eftir því hvað skiptir mestu máli fyrir þig og þína markaðssókn.

Kostirnir við snjalla markhópalista:

  • Spara tíma við að finna næstu viðskiptavini
  • Gerir markaðssókn skilvirkari
  • Hjálpar þér að finna viðskiptavini sem eru líklegri en aðrir til að henta þinni starfsemi

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um snjalla markhópalista